Fagnám í umönnun fatlaðra - vottað af Menntamálastofnun

02.06.2017

Menntamálastofnun hefur nú vottað námskránna, Fagnám í umönnun fatlaðra. Þetta nám byggir á námskrá Starfsmenntar sem áður hét Starfsnám stuðningsfulltrúa en nafnið var talið of almennt og var þess vegna breytt til að endurspegla sem best innihald þess. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sá um endurskoðun námsins í samvinnu við Starfsmennt.

Stjórnunarréttur og starfsskyldur opinberra starfsmanna

24.04.2017

Enn eru nokkur sæti laus á frábært námskeið fyrir alla stjórnendur og launafulltrúa sem starfa hjá hinu opinbera. Á námskeiðinu Mannauðsmál hjá ríkinu - stjórnunarréttur og starfsskyldur er fjallað um starfsmannarétt, eins og hann snýr að starfsmönnum ríkisins og ríkinu sem vinnuveitanda. Meðal annars verður fjallað um upphaf starfsins, málsmeðferð við veitingu embætta og starfa og hverra sjónarmiða veitingarvalds ber að gæta við val á starfsmanni. Sérstaklega verður fjallað um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, en þ.á.m. er tjáningarfrelsi og þagnarskylda, hlýðni- og trúnaðarskylda, réttur til launa og lífeyrisréttindi.

Fréttabréf

Vikulega sendum við út fréttabréf sem inniheldur yfirlit á næstu námskeið ásamt áhugaverðum fréttum og tilkynningum - Skráðu þig í klúbbinn!