Starfsmennt logo

Jafnlaunastaðall

Tegund af námi

Nám stofnanna
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Jafnlaunastaðall

Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum. Stjórnvöld og aðilar á vinnumarkaði hafa sammælst um það hlutverk setursins og hvatt til samstarfs við fjölmarga fræðslu- og mannauðssjóði, sem munu greiða leið sinna félagsmanna á námskeiðin. Markmiðið er að vinna að auknu launajafnrétti og tryggja að jafnverðmæt störf séu metin eins.

Markmið námskeiðanna er að auka færni og þekkingu þátttakenda á innleiðingu jafnlaunastaðalsins.  Á námskeiðunum er staðallinn kynntur og fjallað um 1) innleiðingu hans, 2) starfaflokkun, 3) launagreiningu og 4) skjölun í samræmi við kröfur staðalsins. 
Hér fyrir neðan má sjá námskeiðin og skrá sig.

Námið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Næstu námskeið sem öll verða kennd í Reykjavík og fjarkennsla út á land:

Vor 2016
Starfaflokkun 4. maí.
 
Einnig verður boðið upp á námskeið um Gerð verklagsreglna 25. maí 2016.
 
Haust 2016
Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur 6. október.
Starfaflokkun 13. október.
Launagreining 20. október.
Gæðastjórnun og skjölun, 27. okóber.

Einnig verður boðið upp á námskeið um Gerð verklagsreglna 3. nóvember 2016.

Vor 2017
Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur 2. febrúar.
Starfaflokkun 9. febrúar.
Launagreining 16. febrúar.
Gæðastjórnun og skjölun 23. febrúar.

Einnig verður boðið upp á námskeið um Gerð verklagsreglna 2. mars.


Sjóðir sem endurgreiða námskeiðsgjöld:
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Þróunar- og símenntunarsjóður SFR, Þróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmanna hjá ríkinu, Mannauðssjóður Kjalar, Mannauðssjóður Samflotsins, Mannauðssjóður KSG, Ríkismennt, Landsmennt, Sveitamennt, Starfsafl og Starfsþróunarsetur háskólamanna

Jafnlaunastaðall - námskrá.
Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunavottun.
 

 

Athugið

Allt nám Starfsmenntar er án endurgjalds fyrir aðildarfélaga okkar.