Hverjir eiga rétt - hver greiðir?
Greiðslur vegna þátttöku í námi á vegum Starfsmenntar berast með ýmsum hætti og byggja ýmist á ákvæðum kjarasamninga eða á samstarfssamningum milli Starfsmenntar og fræðslu- og símenntunarsjóða.
Ríkisstarfsfólk í aðildarfélögum BSRB
Starfsfólk ríkisstofnana sem jafnframt er félagsfólk í eftirtöldum stéttarfélögum innan BSRB á beina aðild og þar með fullan aðgang að námi og þjónustu hjá Starfsmennt þar sem samið hefur verið um greiðslur í kjarasamningum:
|
|
Félagsfólk Sameykis sem starfar hjá Reykjavíkurborg eða sjálfseignarstofnunum
Starfsfólk Reykjavíkurborgar og ýmissa sjálfseignarstofnana, sem jafnframt er félagsfólk í Sameyki, á beina aðild á grundvelli kjarasamninga og þar með fullan aðgang að námi og þjónustu hjá Starfsmennt.
Félagsfólk bæjarstarfsmannafélaga og Starfsgreinasambandsins (SGS)
Samið hefur verið um fullan aðgang að námi, fræðslu og annarri þjónustu á vettvangi Starfsmenntar fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga, sem jafnframt á rétt hjá eftirtöldum sjóðum:
Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna
Samið hefur verið um fullan aðgang að námi og fræðslu á vettvangi Starfsmenntar fyrir starfsfólk ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana, sem jafnframt á rétt hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna. Greiðslurnar skerða ekki einstaklingsrétt félagsfólks.
Við skráningu þurfa þau sem falla hér undir að fylgja þessum skrefum:
- Velja undir Stéttarfélag: Ekkert af neðangreindu/Annað - Vinsamlegast tilgreindu hér fyrir neðan.
- Í reitinn Stéttarfélag - annað á að skrá það aðildarfélag BHM sem viðkomandi tilheyrir. ATH! Ekki nægir að skrá BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá nafn aðildarfélagsins (sjá listann hér fyrir neðan).
- Undir greiðsluupplýsingar á að haka í Ég vil fá sendan greiðsluseðil og setja kennitölu Starfsþróunarseturs sem greiðanda, kennitalan er 5006110730.
Aðildarfélög Starfsþróunarseturs eru:
- Dýralæknafélag Íslands
- Félag geislafræðinga
- Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
- Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
- Félag íslenskra náttúrufræðinga
- Félag leikstjóra á Íslandi
- Félag lífeindafræðinga
- Félag sjúkraþjálfara
- Félagsráðgjafafélag Íslands
- Iðjuþjálfafélag Íslands
- Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
- Ljósmæðrafélag Íslands
- Prestafélag Íslands
- Sálfræðingafélag Íslands
- Stéttarfélag lögfræðinga
- Viska (áður Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Félag íslenskra félagsvísindamanna)
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Félagsfólk í Sameyki í fæðingarorlofi og atvinnulausir
Starfsfólk í fæðingarorlofi og þau sem fá greiddar atvinnuleysisbætur þurfa að greiða fyrir þátttöku í námi nema að þau hafi síðast verið í starfi hjá ríkinu og greitt til Sameykis (áður SFR).
Nánari upplýsingar um rétt til náms og þjónustu er í vissum tilvikum hægt að fá á „Mínum síðum“ eða með því að hafa samband.