Tvær stöður verkefnastjóra hjá Starfsmennt

15.03.2018

Fræðslusetrið Starfsmennt auglýsir eftir tveimur verkefnastjórum til að sinna verkefnum á sviði fræðslu og ráðgjafar um starfsþróun. Verkefnin snúa m.a. að þarfagreiningum fræðslu, gerð námslýsinga, þróun náms, utanumhaldi með námi og ráðgjöf á sviði mannauðsstjórnunar.

Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals lokið

12.03.2018

Á jafnréttisþingi þann 8. mars var tilkynnt um að tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunataðals væri formlega formlega lokið. Markmið verkefnisins var að prófa staðalinn til þess að hlutaðeigandi gætu betur áttað sig á umfangi innleiðingarinnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra veitti þátttakendum stofnana og fyrirtækja viðurkenningu og sagði ánægjulegt hve margir stjórendur hefðu sett verkefnið í forgang, mætt kröfum og uppfyllt sett skilyrði fyrir vottun jafnlaunakerfa. Starfsmennt býður þó enn upp á námskeið um innleiðingu jafnlaunastaðals.

Fagháskólanám í opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst

16.02.2018

Haustið 2018 verður í fyrsta sinn í boði nýtt nám í opinberri stjórnsýslu á fagháskólastigi þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt og Háskólanum á Bifröst í samvinnu við SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Verkefnið er liður í úrvinnslu bókunar með kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra um að fjölga menntunar- og starfsþróunarúrræðum fyrir ríkisstarfsmenn.

Raunfærnimat til styttingar á Háskólabrú Keilis

31.01.2018

Nú í vor munu Fræðslusetrið Starfsmennt og Keilir bjóða raunfærnimat í nokkrum greinum Háskólabrúar fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Þeir sem standast raunfærnimatið geta stytt leiðina til lokaprófs af Háskólabrú Keilis. Ef þú ert 23 ára eða eldri, með samtals þriggja ára almenna starfsreynslu og hefur lokið að lágmarki 70 einingum úr framhaldsskóla gætirðu átt erindi í raunfærnimat. Komdu og kynntu þér málið! Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar kl. 17:00 hjá Starfsmennt í Skipholti 50b, Reykjavík.

Fréttabréf

Vikulega sendum við út fréttabréf sem inniheldur yfirlit á næstu námskeið ásamt áhugaverðum fréttum og tilkynningum - Skráðu þig í klúbbinn!