Starfsmennt í skýjunum

22.06.2015

Við lifum á spennandi umbrotatímum menntunar þar sem umgjörðin um „hvernig við lærum“ og „hvar við lærum“ breytist hratt. Hefðbundin skólastofa og kennari í púlti er á undanhaldi og við taka vinnu- og samskiptasmiðjur sem teygja anga sína víða og fara fram í raunheimum, á Netinu og í skýjunum. Í júní hefti Blaðs stéttarfélaganna fjallar Hulda A. Arnljótsdóttir, framvkæmdastjóri Starfsmenntar um nýjan vef og breyttar áherslur í fullorðinsfræðslu.

Raunfærnimatsverkefni rannsóknartækna lokið

16.06.2015

Nú er verið að ljúka raunfærnimati rannsóknartækna sem unnið var í samstarfi við LSH og Actavis. Verkefnið hófst á vormánuðum 2014 og fólst í því að meta óformlegt nám og færni rannsóknartækna sem þar starfa, en til rannsóknartækna teljast aðstoðarmenn á rannsóknarstofum og þeir sem fást við sýnameðhöndlun af ýmsu tagi. Alls kláruðu 23 einstaklingar matið, 10 frá LSH og 13 frá Actavis.

Spennandi og hagnýtt nám um fjármál og rekstur

11.06.2015

Í vetur verður í fyrsta sinn boðið upp á námslínuna Fjármál og rekstur í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Um er að ræða mjög spennandi og hagnýtt nám á sviði fjármála- og verkefnastýringar. Námið er bæði í boði í fjar- og staðnámi og aðildarfélagar okkar geta að sjálfsögðu sótt námið án endurgjalds.

Mannauður og nám næsta vetur

03.06.2015

Þó flestir séu eflaust með hugann við sól og sumarfrí er þetta tilvalinn tími til að huga að námi og fræðslu næsta vetur. Í nýjasta fréttabréfinu segjum við frá því sem verður í boði og hvetjum alla til að kynna sér námsúrvalið frekar fyrr en seinna. Umsóknarfrestur um nám sem við bjóðum í samstarfi við framhaldsskólana er að renna út um þessar mundir og því síðastu forvöð að skrá sig til þátttöku.