Nýr námsvísir kominn út

25.08.2015

Nýr námsvísir fyrir veturinn 2015-2016 er kominn út. Námsvísirinn inniheldur fjölda nýrra og spennandi námskeiða, auk yfirlits yfir þá þjónustu sem Starfsmennt veitir aðildarfélögum sínum. Við hvetjum ykkur til að kíkja á bæklinginn og skrá ykkur sem fyrst. Vert er að minna á að öll þjónusta okkar er aðildarfélögum að kostnaðarlausum en opin öðrum gegn gjaldi.

Við erum flutt í Skipholtið

19.08.2015

Í byrjun ágúst fluttum við inn í ný og glæsileg húsakynni á þriðju hæð í Skipholti 50b. Við eigum enn eftir að taka upp úr nokkrum kössum og ganga frá einhverjum smáatriðum eins og glerveggjum til að stúka skrifstofurnar af. En við bíðum róleg og hlökkum til að sjá húsnæðið fullklárað. Við bjóðum alla velkomna til okkar, hvort sem þeir vilja kíkja í spjall, kaffi eða ráðgjöf.