Tilnefning til Íslensku vefverðlaunanna

22.01.2016

Nú gleðjumst við hjá Starfsmennt. Nýi vefurinn okkar var í gær tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna fyrir öflugt námskerfi og þar keppum við við innri vefi Reykjavíkur, Garðabæjar, Isavia og Símans. Ekki leiðum að líkjast. Dómnefnd skipuð færustu sérfræðingum í vefmálum mat hátt á annað hundrað verkefna sem send voru inn að þessu sinni og erum við því afsakplega stolt af þessum árangri.

Nýttu vorið til náms!

13.01.2016

Nýjasta fréttabréfið okkar var að renna úr vélunum, glóðvolgt og spennandi. Þar má sjá allt það helsta sem er á döfinni á næstu vikum og mánuðum hjá okkur, bæði í námi og annarri þjónustu. Við leggjum sérstaka áherslu á hve mörg námskeiðanna eru nú í boði bæði í stað- og fjarnámi. Þetta eykur möguleika fólks utan höfuborgarsvæðisins til muna og tryggir þannig jafnari möguleika til náms. Tryggðu þér sæti meðan enn er pláss!