Námsvísirinn borinn í hús í dag

12.09.2016

Nýr námsvísir fyrir veturinn 2016-2017 er kominn út og var borinn í hús í dag. Námsvísirinn inniheldur fjölda nýrra og spennandi námskeiða, auk yfirlits yfir þá þjónustu sem Starfsmennt veitir aðildarfélögum sínum. Við hvetjum ykkur til að kíkja á bæklinginn og skrá ykkur sem fyrst. Vert er að minna á að öll þjónusta okkar er aðildarfélögum að kostnaðarlausum en opin öðrum gegn gjaldi.

Aukin hæfni - Aukin tækifæri

05.09.2016

Í dag stöndum við frammi fyrir stöðugri þekkingarleit þar sem allt breytist hratt. Þessi þekkingarleit getur tekið á sig margar myndir en ein þeirra, og sú sem er til umræðu hér, er viljinn til þess að þroska sig áfram í starfi, auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Ein leið að því marki er að sækja reglulega námskeið sem styrkja og efla færni okkar á ólíkum sviðum sem nýtast í starfi.