Nýr starfsmaður

06.01.2017

Helga Rún Runólfsdóttir bættist í þegar góðan hóp starfsmanna Starfsmenntar nú um áramótin. Hún er mikill fengur og við hæstánægð að fá hana til starfa. Helga er með M.Sc. próf í mannauðsstjórnun og M.Sc. próf í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Helga Rún hefur starfað sem ráðgjafi í mannauðsmálum og sem verkefnastjóri um árabil og hafa verkefnin verið meðal annars á sviði áætlanagerðar, framleiðslustjórnunar, fræðslu-, kynningar- og mannauðsmála og upplýsingatækni. Við bjóðum Helgu innilega velkomna til starfa.

Að byggja upp gott félagslegt vinnuumhverfi

05.01.2017

Hér eru tvö frábær myndbönd sem við unnum með Vinnueftirlitinu, Forvarnir og viðbrögð við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í myndböndunum fjallar Svava Jónsdóttir um einelti og áreitni á vinnustöðum og hvernig skuli byggja upp gott félagslegt vinnuumhverfi. Það er einnig hægt að lesa sér til um málið í þessum tveimur bæklingum sem gefnir voru út nýverið.