Bjóðum nýjan framkvæmdastjóra velkominn til starfa

20.02.2017

Þau tímamót hafa orðið hjá okkur að nýr framkvæmdastjóri, Guðfinna Harðardóttir, hefur tekið til starfa. Hún hefur mikla og víðtæka reynslu sem kemur til með að nýtast setrinu vel. Guðfinna er með M.A. próf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, cand. mag. próf í þýsku frá Kaupmannahafnarháskóla auk uppeldis- og kennslufræða til kennsluréttinda. Guðfinna hefur starfað sem mannauðssérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og við kjaramál, fullorðinsfræðslu og tölfræðiúrvinnslu hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífs, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands. Um leið og við fögnum Guðfinnu kveðjum við Huldu Önnu og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.