Frumvarp um jafnlaunavottun samþykkt

08.06.2017

Á dögunum var frumvarp félagsmálaráðherra, Þorsteins Víglundssonar, samþykkt á Alþingi. Frumvarpið kveður á um lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja og stofnana með 25 eða fleiri starfsmenn en meginmarkmið þess er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Fræðslusetrinu Starfsmennt var falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.

Fagnám í umönnun fatlaðra - vottað af Menntamálastofnun

02.06.2017

Menntamálastofnun hefur nú vottað námskránna, Fagnám í umönnun fatlaðra. Þetta nám byggir á námskrá Starfsmenntar sem áður hét Starfsnám stuðningsfulltrúa en nafnið var talið of almennt og var þess vegna breytt til að endurspegla sem best innihald þess. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sá um endurskoðun námsins í samvinnu við Starfsmennt.