Raunfærnimat í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

08.06.2016 10:34

Raunfærnimat í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Starfsmennt lauk nýlega tveimur raunfærnimatsverkefnum sem unnin voru með styrk frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Bæði verkefnin voru innan IPA - verkefnis FA. Raunfærnimat rannsóknartækna var hluti af verkefninu „Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun“ og hófst vinna við það 2014 og lauk á vordögum 2015. Verkefnið fólst í greiningu hæfniviðmiða og undirbúningi og framkvæmd raunfærnimats fyrir rannsóknartækna á lyfja og heilbrigðissviði. Verkefnið var unnið með Landspítala Háskólasjúkrahúsi og Actavis. Alls luku 23 einstaklingar raunfærnimati rannsóknartækna.

Þá fór Starfsmennt af stað með raunfærnimatsverkefni tanntækna ísamstarfi við Félag tanntækna og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Vinnan hófst 2014 og stóð yfir allt árið 2015 þar sem þátttakendur urðu fleiri en ráð var fyrir gert. All luku 19 af 28 þátttakendum matinu árið 2015 en það skorti fé til að þeir 9 sem eftir voru gætu lokið því. Aukafjárveiting fékkst frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins til að ljúka verkefninu á næsta ári. 

Hvað er raunfærnimat?

Hér má sjá myndband, bæði á íslensku og ensku, með upplýsingum um raunfærnimat auk lista yfir þær greinar þar sem það er í boði. 

Myndbandið var unnið af FA með stuðningi EPALE Ísland.

 


Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?