Námsvísir vetrarins

03.10.2017 09:39

Nýr námsvísir fyrir veturinn ætti nú að hafa borist öllum aðildarfélögum okkar. Námsvísirinn inniheldur fjölda nýrra og spennandi námskeiða, auk yfirlits yfir þá þjónustu sem Starfsmennt veitir aðildarfélögum sínum.  

Við hvetjum ykkur til að kíkja á bæklinginn og skrá ykkur sem fyrst. Vert er að minna á að öll þjónusta okkar er aðildarfélögum að kostnaðarlausu en opin öðrum gegn gjaldi.

Smelltu á hlekkinn til að skoða námsvísinn. 

Sú breyting var gerð núna að þessi námsvísir innheldur aðeins upplýsingar um almennt nám sem opið er öllum félagsmönnum en ekki þjónustu við stofnanir eins og áður hefur verið en þær upplýsingar eru að sjálfsögðu aðgengilegar á vefnum auk þess sem stefnt er að því að gefa út bækling þar sem fjallað er um þá þjónustuþætti síðar í vetur. 

 

 

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?