Gæðavottun EQM (European Quality Mark)

12.12.2017 13:18

Í dag, 12. desember, fékk Fræðslusetrið Starfsmennt afhenta formlega viðurkenningu frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) á endurnýjun EQM vottunar ásamt EQM+ vottunar. 

Gæðavottun EQM (European Quality Mark) staðfestir að setrið stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfseminnar og EQM+ staðfestir gæði  raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina sem miðar að auknum gæðum í fræðslu fullorðinna, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Vaxandi – Ráðgjöf sá um gæðaúttektina fyrir hönd Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Á mynd frá vinstri: Bergþóra Guðjónsdóttir verkefnastjóri Starfsmenntar, Hildur Betty Kristjánsdóttir sérfræðingur FA, Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri FA, Guðfinna Harðardóttir framkvæmdastjóri Starfsmenntar, Björg Valsdóttir skrifstofustjóri Starfsmenntar, Sólborg Alda Pétursdóttir verkefnastjóri Starfsmenntar og Soffía Guðný Santacroce verkefnastjóri Starfsmenntar.

Hér er hlekkur á fréttina á vef FA

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?