Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals lokið

12.03.2018 13:54

Á jafnréttisþingi þann 8. mars var tilkynnt um að tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunataðals væri formlega formlega lokið. Markmið verkefnisins var að prófa staðalinn til þess að hlutaðeigandi gætu betur áttað sig á umfangi innleiðingarinnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, veitti þátttakendum stofnana og fyrirtækja viðurkenningu og sagði ánægjulegt hve margir stjórendur hefðu sett verkefnið í forgang, mætt kröfum og uppfyllt sett skilyrði fyrir vottun jafnlaunakerfa. 

Fjöldi stofnana á þó enn eftir að innleiða staðalinn og Starfsmennt býður því áfram upp á námskeið um innleiðinguna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.

Smelltu hér til að skoða næstu námskeið og skrá þig.

Lesa frétt um málið á vef Stjórnarráðs Íslands með því að smella hér

 

Mynd með frétt: Höfundarréttur velferðarráðuneytið, ljósmyndari Birgir Ísleifur.

 

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?