Starfsmennt logo

Félagsliðar, brú og viðbótarnám

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Félagsliðar - Nám í Borgarholtsskóla

Dreifnám

Félagsliðar - brúarnám

Starfsmennt býður upp á námsbrú fyrir verðandi félagsliða í samstarfi við Borgarholtsskóla. Brúin felur í sér mat á námi félagsliðabrautar sem í heildina er 82-85/138-143 ein/fein niður í 40-43/67-72 ein/fein á grundvelli eftirfarandi skilyrða: 
  • Að nemandi hafi náð 22 ára aldri.
  • Að nemandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu og starfi enn við heimaþjónustu eða umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra.
  • Að nemandi hafi lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila (t.d. starfsnámi stuðningsfulltrúa, grunn- og framhaldsnámskeiði) .

Félagsliðar sinna fjölbreyttum störfum með börnum, unglingum, fötluðum, öldruðum og fólki með geðraskanir og aðra sjúkdóma. Náminu er skipt upp í 4 hluta með að meðaltali 8 einingum á önn og lýkur náminu því á tveimur árum miðað við eðlilega framvindu.

Skipulag/áfangalýsingar

Félagsliðar - viðbótarnám

Starfsmennt og Borgarholtsskóli hafa hannað viðbótarnám fyrir félagsliða sem ætlað er að efla famennsku og hæfni ásamt því að kynna nýjar áherslur í þjónustunni. Viðbótarnáminu er ætlað að koma til móts við auknar kröfur sem gerðar eru til starfa félagsliða.

Námið er alls 36/50 ein/fein og skiptist í 12 áfanga sem eru kenndir í dreifnámi hjá Borgarholtsskóla. Í dreifnámi fer námið að stærstum hluta fram á netinu, með vikulegum umræðutímum, klukkutíma í senn í hverju fagi ásamt þrem staðbundnum lotum á önn þar sem kennsla fer fram í Borgarholtsskóla.

Nánari upplýsingar um námsskipulagnámskrá er að finna á vef Borgarholtsskóla.

Rafrænt umsóknareyðublað fyrir brúarnám og viðbótarnám.

Námið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar að kostnaðarlausu.