Starfsmennt logo

Félagsmála- og tómstundabraut

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Félagsmála- og tómstundabraut

Dreifnám

Starfsmennt býður upp á brúarnám í félagsmála- og tómstundabraut í samstarfi við Borgarholtsskóla.

Brúin er 40/67 ein/fein sem skiptast á 4 annir og er ætlað fyrir starfsfólk sem vinnur við tómstundir barna, ungmenna, fatlaðra einstaklinga og aldraðra.

Markmið námsins er að koma til móts við þá nemendur sem hafa áhuga á margs konar frístundastörfum og að þeir öðlist hæfni til að stjórna, skipuleggja og undirbúa félagsstörf.

Boðið verður upp á dreifnám þar sem inntökuskilyrði eru: að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, hafi að baki þriggja ára starfsreynslu og séu í starfi ásamt því að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra sambærilegra aðila.

Skipulag/áfangalýsingar.

Umsóknir þurfa að berast Borgarholtsskóla á rafrænu eyðublaði.

Námið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar að kostnaðarlausu.