Starfsmennt logo

Héraðsdómstólar

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Vísdómur - Námsleið héraðsdómstóla

Starfsmennt og héraðsdómstólar hafa verið í samstarfi um margra ára skeið með námsleiðina Vísdóm sem ætluð er starfsfólki embættanna. Námskeiðin byggja á námskrá sem er uppfærð reglulega til að mæta örum breytingum og efla fagmennsku. Stýrihópur sem samanstendur af starfsfólki og stjórnendum ákveða hvaða námskeið eru haldin hverju sinni og eru þau oft haldin á vinnustað og fjarkennd um allt land. Verkefnið er liður í að móta heildstætt námskerfi eða námslínu fyrir starfsmenn héraðsdómstóla sem tekur mið af nýjum þörfum fyrir fræðslu og þjálfun á vinnustað.

 Helstu markmið:

 1. Að styrkja starfsmenn héraðsdómstóla í störfum sínum með aukinni þekkingu og færni.
 2. Að héraðsdómstólar hafi ævinlega á að skipa hæfum einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við ný verkefni og störf á hverjum tíma.

Athugið

Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar!