Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Verkefnastjórnun - verkefnisáætlun

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 26. febrúar 2018
  • 8 klst.
  • Án kostnaðar
  • Félagsmenn Starfsmenntar sem vilja kynnast aðferðfræði verkefnastjórnunar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök og grunnatriði verkefnastjórnunar. Lögð er áhersla á gerð verkefnisáætlunar sem er grundvöllur að góðri verkefnastjórnun. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hlutverk verkefnastjórans.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Verkefnisgreiningar m.a. hagsmunaaðila- og áhættugreiningar.
• Árangursmælikvarða og markmiðasetningu.
• Sundurliðun verkefnis í verkþætti og gerð tíma- og kostnaðaráætlana.
• Stjórnskipulag verkefnis og samskipti.
• Ræs og lúkning verkefna.

Þetta námskeið er gott upphaf að undirbúningi fyrir IPMD D vottun og meira nám í verkefnastjórnun.

Hámark 15 þátttakendur frá Starfsmennt.

Nánari upplýsingar Markmið

  • Að þróa hæfni til að leiða verkefni og vinna í verkefnum til betri árangurs.
  • Að þróa hæfni til að vinna í hópi með raunveruleg verkefni.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
26.02.2018Verkefnastjórnun - verkefnisáætlun13:0017:00Sveinbjörn Jónsson
28.02.2018Verkefnastjórnun - verkefnisáætlun13:0017:00Sveinbjörn Jónsson

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópæfingum þar sem nemendur takast á við aðferðafræði og beita henni á raunveruleg dæmi. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá EHÍ hafi þeir staðist námskeiðið.
Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Miðvikudagurinn 26. febrúar og mánudagurinn 28. febrúar. Kennt er frá klukkan 13:00 - 17:00.

Umsjón

Sveinbjörn Jónsson M.Sc. í verkfræði og MPM. Samræmingarstjóri hjá Isavia.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Mat

100% mæting.