Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Patreksfjörður - Agastjórnun - frávik, greiningar og sérþarfir

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 21. ágúst 2017
  • 7,5 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað starfsmönnum Patreksskóla og þeim sem hafa verið boðaðir.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um jákvæða agastjórnun og leiðir til að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Gefið verður yfirlit yfir raunprófaðar aðferðir til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun samhliða því að festa jákvæða hegðun og líðan í sessi.

Fjallað verður um lausnamiðað viðhorf, góðan liðsanda, skipulag, væntingar, samskipti og fjölbreyttar leiðir til að hvetja nemendur til að sýna viðeigandi hegðun. 

Þá verður farið yfir helstu frávik og greiningar, hvað einkennir þau börn og leiðir til að eiga sem jákvæðust og skilvirkust samskipti við þau. Meðal efnisatriða í frávikum og greiningum er: ADHD, offita, flogaveiki, sykursýki, stómi, tourette og einhverfa.Markmið

  • Að þátttakendur öðlist grunn þekkingu á agastjórnun.
  • Að þátttakendur þekki helstu greiningar grunnskólabarna og einkenni þeirra.
  • Að þátttakendur læri hvernig berst er að bregðast við hegðun barna með ólíkar greiningar.
  • Að draga úr fordómum þátttakenda gagnvart börnum með sérþarfir.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
21.08.2017Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir. 08:3016:00Tómas Jónsson

Fyrirkomulag

Fyrirlestrur og umræður.

Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Patreksskóli.
21. ágúst. Kl. 8:30-16:00.

Umsjón

Tómas Jónsson

Gott að vita

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum Patreksskóla og þeim sem hafa verið boðaðir.
Þeir sem ekki eru aðildarfélagar eða eru ekki starfsmenn Patreksskóla fá sendan greiðsluseðil.
Verð á námskeiðinu er 15.000.

Mat

Mæting.