Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Starfsnám stuðningsfulltrúa - framhaldsnám - Einnig fjarkennt

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 17. nóvember 2017
  • 63 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námið er ætlað öllum sem starfa með fötluðum og sjúkum eða hyggja á starf á þeim vettvangi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Starfsnám stuðningsfulltrúa er heildstætt starfsnám þar sem fjallað er um starfsvettvang og nýjungar í starfi þeirra sem vinna t.d. á heimilum, sambýlum og innan íbúðakjarna eða sérsniðinna þjónustuúrræða.
Framhaldsnám stuðningfulltrúa er samtals 84 kennslutundir/63 klukkutímar og er haldið í beinu framhaldi af grunnnáminu sem er 162 kennslustundir/122 klukkutímar. Í framhaldsnáminu fræðast stuðningsfulltrúar enn frekar um líf og aðstæður fatlaðra sem ætlað er til að efla færni starfsfólks við þjónustu þeirra. Námsþættirnir eru 18 talsinns auk lokaverkefnis og útskriftar og verður að taka þá alla til að ljúka náminu.

Námið er vel þekkt innan félags- og heilbrigðisgeirans sem góður grunnur að t.d. félagsliðanámi, félagsliðabrú og inn á ýmsar starfsnámsbrautir á heilbrigðissviði. Námsleiðin er vottuð af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og geta framhaldsskólar metið námið til allt að 7 eininga.

Í bókun með síðustu kjarasamningum kemur fram að sveitarfélögin muni styðja við þátttöku í náminu með því að skipuleggja og liðka fyrir. Þar segir meðal annars að starfsmaður sem sækir námskeið skv. heimild skuli halda reglubundnum launum ef námskeiðstími rekst á við skipulagða vakt.

Ef þú ert starfandi stuðningsfulltrúi og hefur lokið grunnnáminu þá er þetta námskeið fyrir þig. 

Námið er án endurgjalds fyrir aðildarfélaga og þá sem greiða í samstarfssjóði en opið öðrum gegn gjaldi. Námið kostar 18.000 og verða þeir sem ekki eiga aðild rukkaðir.

Framhaldsnám - Námskrá

Auglýsing um námið

Stundatafla fyrir framhaldsnámið haust 2017 - vor 2018.

Markmið

  • Að auka faglega vitund og skilning þeirra starfsmanna sem starfa við að veita fólki með fötlun þjónustu.
  • Að styrkja jákvætt viðmót og viðhorf meðal starfsmanna.
  • Að auka almenna og sértæka færni starfsmanna.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
17.11.2017Liðsheild08:3012:00Framvegis

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
555-0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Framvegis, Skeifunni 11b, 3. hæð.
17. nóvember 2017 - 26. janúar 2018. Kennsla hefst 8. janúar eftir jól.

Umsjón

Ýmsir leiðbeinendur koma að kennslu á námskeiðinu. Sjá skipulag. 

Samstarfsaðilar

Framvegis. 

Gott að vita

Kennt er aðra hvora viku frá 8:30-12:00, tvær vikur fyrir jól og tvær vikur eftir jól. 
Námið kostar 18.000 fyrir þá sem ekki eiga aðild að Starfsmennt og rukkað verður fyrir það um leið og námið hefst.

Mat

Til þess að útskrifast úr náminu þarf a.m.k. 90% mætingu og virka þátttöku í tímum og fjarnemar hlusta á fyrirlestrana í rauntíma.