Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

SSH - Krefjandi samskipti

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 26. október 2017
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu atriði er varða erfið og krefjandi samskipti við skjólstæðinga, aðstandendur og samstarfsaðila. Hvernig geta viðbrögð okkar sjálfra haft áhrif á atburðarásina og hvernig má snúa erfiðum samskiptum í árangursrík.

Farið verður yfir muninn á faglegum og ófaglegum leiðum í samskiptum, leiðbeint um hvernig má brynja sig gegn ágangi og neikvæðum athugasemdum og hvernig skal setja mörk í samskiptum.

Þá verður einnig farið yfir aðferðir til að hafa stjórn á tilfinningum sínum, hlusta með samskennd og leiða samskipti í átt að gagnkæmum skilninig og virðingu.
Markmið

  • Að þátttakendur geti mætt krefjandi og erfiðum viðskiptavinum af öryggi.
  • Að þátttakendur geti tekið ágangi og neikvæðum athugasemdum með sjálfsstyrk.
  • Að þátttakendur geti brugðist við kvörtunum einstaklinga af öryggi og fagmennsku.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
26.10.2017Krefjandi samskipti. 13:0016:00Steinunn I. Stefánsdóttir, sálfræðingur.

Fyrirkomulag

Umræður, fyrirlestur og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Bergþóra Guðjónsdóttir

Bergþóra Guðjónsdóttir

bergthora@smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Rauður salur, Fannborg 6, Kópavogur. 
26. október. Kl. 13:00-16:00.

Umsjón

Steinunn I. Stefánsdóttir, sálfræðingur hjá Starfsleikni ehf. 

Samstarfsaðilar

Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær og Hafnarfjörður. 

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.