Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Verkáætlanir

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 03. nóvember 2017
  • 8 klst.
  • Án kostnaðar
  • Fyrir félagsmenn Starfsmenntar sem vinna í verkefnum og eftirfylgni og kostnaður er stór hluti af daglegu starfi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

 Á námskeiðinu er farið yfir meginrás verkefna og m.a. rætt um ferli, áfanga og tímavörður og gerð verkáætlana. Rætt er um mat á aðfangaþörf, farið er í ýmsa fjárhagslega þætti, kostnaðararáætlanir og notkun aðferðar unnins virðis (earned value). Þátttakendur læra grunnatriði í gerð kostnaðaráætlana og hvernig byggja má upp einfaldar kostnaðaráætlanir og áætla fjárstreymi í verkefnum.

Efnisþættir námskeiðsins:
- Sundurliðun verkefnis í þætti og ferli, ákvörðun um röð aðgerða, myndræn framsetning verkefnisins.
- Fjallað um grunn verkáætlana, verkþætti og tímasetningar, og fjallað um mismunandi myndræna framsetningu verkáætlana.
- Rætt er um óvissu í kostnaðaráætlunum. Fjallað er um mat aðfanga og mismunandi sjónarhorn við gerð kostnaðaráætlana.
- Kennd er aðferð til að byggja upp kostnaðaráætlun á grundvelli lágmörkunar óvissu.
- Uppsetning á kostnaðaráætlun.
- Fjárstreymi og unnið virði í eftirfylgni á verkefnum.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Sundurliðun verkefna með mismunandi aðferðafræði (Gantt, AOA, AON).
• Bundna leiðin (Critical Path Metod) og jöfnun aðfanga á hverjum tíma.
• Óvissa í verkefnum (PERT aðferðafræði).
• Kostnaðaráætlun og unnið virði.

Hámark 15 þátttakendur frá Starfsmennt.

Nánari upplýsingar 
Markmið

  • Að efla hæfni til að taka við verkefni og sundurliða það í áfanga og tímavörður.
  • Að efla hæfni til að taka tillit til óvissu í gerð verkáætlunar.
  • Að efla hæfni til að gera kostnaðaráætlanir og kostnaðareftirlit.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
03.11.2017Verkáætlanir08:3012:30Sveinbjörn Jónsson
07.11.2017Verkáætlanir08:3012:30Sveinbjörn Jónsson

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópæfingum þar sem þátttakendur takast á við aðferðafræði og beita henni á raunveruleg dæmi. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá EHÍ hafi þeir staðist námskeiðið.


Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Föstudagurinn 3. og þriðjudagurinn 7. nóvember frá klukkan 8:30 - 12:30.

Umsjón

Sveinbjörn Jónsson M.Sc. í verkfræði og MPM. Samræmingarstjóri hjá Isavia.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Mat

100% mæting.