Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Fríhafnarskólinn, lota 3. Þjónusta - virði - upplifun - Vakt A

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 11. janúar 2018
  • 30 klst.
  • Án kostnaðar
  • Starfsfólk Fríhafnarinnar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Í lotu 3, „Þjónusta - virði - upplifun“, er meðal annars fjallað um gleðina, starfsánægju, samvinnu og sterka liðsheild. Farið verður í hvernig við seljum og þjónustum viðskiptavini okkar. Forvarnir gegn þjófnaði og viðbrögð við þjófnaði úr verslun verða tekin fyrir. Þá verður fjallað um hvernig best er að þjónusta erlenda ferðamenn og lögð áhersla á að starfsfólk öðlist hæfni í menningarlæsi og verði betur í stakk búið til að takast á við og sinna væntingum viðskiptavina. Fjögur íslensk fyrirtæki koma og kynna vörur sínar og gefa okkur ráð varðandi hvernig best sé að kynna og selja vörurnar þeirra (Eimverk, Foss distillery, Villimey og Omnom).
Lotan samanstendur af sex námsþáttum. Hver námsþáttur er sjálfstæður en saman mynda þeir eina heild.

Dagskráin er birt með fyrirvara um einstaka tilfærslur á fyrirlestrum eða tímum 

Námskeið                                                          Lengd       Umsjón 
 Listin að selja.  6 klst.  Ingvar Jónsson.
 Erlendir ferðamenn/viðskiptahættir í Fríh.  6 klst.  Svala Guðmundsdóttir.
 Gleði og hamingja=liðsheild og samstaða.  6 klst.  Sigríður Hulda Jónsdóttir.
 Þjófnaður - hvað geri ég?  3 klst.  Eiríkur Ronald Josefsson.
 Kynningar á íslenskum fyrirtækjum og vörum.  6 klst.  Fjögur ísl. fyrirtæki.
 Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupoki?  3 klst.  Ragnhildur Vigfúsdóttir.
                                                               Samtals  30 klst.  

Námskeiðin eru haldin hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum að Krossmóa 4.

Námskeiðslýsingar.

Skráningu lýkur 7. janúar.

Stundaskrá A vaktar.Markmið

  • Að efla gleði og ánægju, samheldni og liðsheild.
  • Að auka sölu í versluninni.
  • Að kynnast íslenskum vörum og aðferðum til að kynna þær.
  • Að geta beitt ákveðnum aðferðum þegar upp kemst um þjófnað.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
11.01.2018Listin að selja.09:0012:00Ingvar Jónsson
16.01.2018Listin að selja13:0016:00Ingvar Jónsson
25.01.2018Erlendir ferðamenn/viðskiptahættir í Fríhöfninni09:0012:00Svala Guðmundsdóttir
30.01.2018Erlendir ferðamenn/viðskiptahættir í Fríhöfninni09:0012:00Svala Guðmundsdóttir
08.02.2018Gleði og hamingja=liðsheild og samstaða09:0012:00Sigríður Hulda Jónsdóttir
13.02.2018Gleði og hamingja=liðsheild og samstaða09:0012:00Sigríður Hulda Jónsdóttir
22.02.2018Þjófnaður - hvað geri ég?09:0012:00Eiríkur Ronald Jósefsson
27.02.2018Kynning á vörum og framleiðslu Eimverks09:0010:30Fulltrúi frá Eimverk
27.02.2018Kynning á vörum og framleiðslu Villimeyjar10:3012:00Fulltrúi frá Villimey
08.03.2018Kynning á vörum og framleiðslu Foss distillery09:0010:30Fulltrúi frá Foss distillery
08.03.2018Kynning á vörum og framleiðslu Omnom10:3012:00Fulltrúi frá Omnom
13.03.2018Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki09:0012:00Ragnhildur Vigfúsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550-0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóa 4 í Reykjanesbæ.
Námskeiðin standa yfir frá 11. janúar til 13. mars. Tímasetning er frá klukkan 9:00-12:00 nema þriðjudaginn 16. janúar frá klukkan 13:00-16:00.

Samstarfsaðilar

Fríhöfnin.

Gott að vita

ATH. Þriðjudaginn 16. janúar er námskeiðið frá kl. 13:00 - 16:00. Stofan var því miður ekki laus fyrir hádegi þennan dag.

Mat

Til að útskrifast úr lotu 3 þarf a.m.k. 90% mætingu.