Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Seljudalur - Að vera á einhverfurófi - skilningur og leiðir

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 07. desember 2017
  • 4,5 klst.
  • Án kostnaðar
  • Starfsfólk Seljudals.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem aðstoða einhverft fólk í daglegu lífi og stendur í 3 klukkustundir. Kennslan er í formi fyrirlestra en einnig verða sýnd stutt  myndskeið og síðan umræður.

Farið verður í grunnþætti einhverfu og einhverfurófið – hvernig það er að vera á einhverfurófi.

Sérstök áhersla er á að útskýra hvernig skynjun einhverfs fólks virkar oft á annan veg en hjá þeim sem ekki eru á einhverfurófi.

Farið verður í leiðir sem nýst hafa vel einhverfu fólki svo sem varðandi undirbúning fyrir það sem til stendur og skipulag í daglegu lífi.

Fræðslan byggir m.a. á bók minni Önnur skynjun – ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi þar sem sagt er frá MA-rannsókn sem byggir á viðtölum við einhverft fólk um lífsreynslu þess. Að baki fræðslunnar liggja einnig aðrar rannsóknir og reynsla annarra einhverfra sem hafa tjáð sig um hana. Varðandi leiðir þá er þar mest stuðst við hugmyndafræði og útfærslu TEACCH – skipulagðra vinnubragða.Markmið

  • Að öðlast aukinn skilning á því að vera á einhverfurófi.
  • Að öðlast þekkingu á leiðum til að aðstoða einhverft fólk sem bætt geti líðan þeirra og aukið lífsgæði.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
07.12.2017Að vera á einhverfurófi12:0016:00Jarþrúður Þórhallsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.


Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg@smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Fjölskyldusetur Reykjanesbæjar, Skólavegi 1.
Miðvikudaginn 7. desember, frá klukkan 12:00 - 16:00.

Umsjón

Jarþrúður Þórhallsdóttir, einhverfuráðgjafi og fötlunarfræðingur

Mat

Mæting