Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Skjalastjórnun: Rekjanleiki, verklag og ábyrgð

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 26. október 2017
  • 6 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námið hentar þeim sem annast skipulag skjalamála á eigin vinnustað. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Eru skjalamálin í ólagi eða lítið samræmi á milli sviða, deilda og jafnvel einstaklinga á þínum vinnustað þegar kemur að vistun gagna? Er þörf á einhverri heildarsýn yfir þau gögn sem tilheyra vinnustaðnum og sameiginlegri áætlun um það hvernig best er að koma þeim fyrir þannig að vistun þeirra og endurheimt sé tryggð til frambúðar?

Á námskeiðinu er fjallað um ávinning upplýsinga- og skjalastjórnunar og rætt um tengsl fagsviðsins við stjórnun þekkingar og gæða. Fjallað er um tegundir skjala, m.a. erindi / bréf á pappír, tölvupóst, samninga, ljósmyndir, teikningar, bókhaldsgögn, eyðublöð og kynningarefni. Farið verður stuttlega í íslensk lög og reglugerðir er varða skjalastjórn á Íslandi fyrir opinberar stofnanir og sýnt fram á hvernig hægt er að beina sambærilegum aðferðum við skjalastjórn í fyrirtækjum í einkaeigu. Fjallað verður um ISO 15489 sem er alþjóðlegur staðall um skjalastjórnun.

Umfjöllunarefni:

• Nokkur hugtök í skjalastjórn sem nýtast í starfi.
• Hlutverk Þjóðskjalasafns fyrir opinberar stofnanir og sveitarfélög.
• Skjalatalning – yfirsýn yfir þau gögn sem verið er að nota.
• Skjalavistunaráætlun fyrir virk og óvirk skjöl.
• Flokkun skjala, skráning, vistun og endurheimt.
• Skjalageymslur og pökkun skjala.
• Hvernig má standa að innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi, hvað ber að varast og hver eru fyrstu skrefin.

Hámark 12 þátttakendur frá Starfsmennt.

Námskeiðið er einnig í boði á vorönn.

Nánari upplýsingar 
Markmið

  • Aukin skilvirkni við upplýsinga- og skjalastjórn.
  • Aukinn skilningur á gildi upplýsinga- og skjalastjórnunar fyrir gæðastjórnun og rekstur.
  • Aukinn skilningur á hvernig hægt er að innleiða aðferðafræðina á vinnustaðinn sem heild.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
26.10.2017Skjalastjórnun: Rekjanleiki, verklag og ábyrgð09:0012:00Ragna Kemp Haraldsdóttir
30.10.2017Skjalastjórnun: Rekjanleiki og ábyrgð09:0012:00Ragna Kemp Haraldsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá EHÍ hafi þeir staðist námskeiðið.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg (hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Fimmtudagurinn 26. október og mánudagurinn 30. október frá klukkan 09:00 - 12:00.

Umsjón

Ragna Kemp Haraldsdóttir, aðjúnkt í upplýsingafræði við Háskóla Íslands.

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Mat

100% mæting.