Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Þróttur/Kópavogur - Ábyrgð og sérstaða starfsins. Hópur 2.

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 10. október 2017
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað starfsfólki íþróttamannvirkja í Kópavogi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á þessu námskeiði er fjallað um ábyrgð og sérstöðu starfa starfsfólks í íþróttamannvirkjum. Rætt er um helstu starfsskyldur og þær settar í samhengi við faglega þróun og siðferðileg viðmið.

Einnig er rætt um mörk þjónustunnar og umgengnisreglur á starfsstöðvunum.  Þá er fjallað um mikilvægi trúnaðar, hvaða upplýsingar falla þar undir og af hverju, og mikilvægi þess að virða trúnað. Sérstaða sundlauga og íþróttamannvirkja sem vinnustaða er tekin fyrir, þar sem samskipti fara oft fram í búningsklefum þar sem fólk er fáklætt og jafnvel nakið. Undir þeim kringumstæðum er fólk óvarið og viðkvæmara en ella.

Í lokin verður rætt um framtíðarþróun starfsins, nýjar áherslur og hvernig mæta megi nýjum þörfum í þjónustu við viðskiptavini og svæði. Markmið

  • Að þátttakendur átti sig á mikilvægi trúnaðar og inntaki siðareglna á vinnustað.
  • Að þátttakendur geti greint hvaða atriði falla undir trúnað og hver ekki.
  • Að þátttakendur geri sér grein fyrir sérstöðu starfs síns og þekki helstu starfskyldur.
  • Að þátttakendur læri aðferðir til að þróa starfssvið sitt enn frekar og efla starfshæfni.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
10.10.2017Ábyrgð og sérstaða starfsins10:3013:30Indriði Jósafatsson

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni. 

Tengiliður námskeiðs

Bergþóra Guðjónsdóttir

Bergþóra Guðjónsdóttir

bergthora(hjá)smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Íþróttahúsið Fagrilundur við Furugrund.
10. október. Kl. 10:30 - 13:30.

Umsjón

Indriði Jósafatsson. 

Samstarfsaðilar

Kópavogsbær. 

Gott að vita

Námið er hluti af Þrótti - námsleið fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja.