Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Vellíðan og velgengni í starfi - með jákvæða sálfræði og núvitund að leiðarljósi

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 06. nóvember 2017
  • 6 klst.
  • Án kostnaðar
  • Fyrir félagsmenn Starfsmenntar sem vilja auka vellíðan og velgengni í starfi og nýta aðferðir jákvæðrar sálfræði og núvitundar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á námskeiðinu er fjallað um helstu svið jákvæðrar sálfræði með áherslu á styrkleika, hugarfar og flæði ásamt því að skoða áhrifamátt bjartsýni, jákvæðra tilfinninga og samskipta. Farið er yfir hvað felst í núvitund, ávinning þess að tileinka okkur núvitund og hvernig við getum fléttað því inn í annasamt daglegt líf og starf. Áhersla er lögð á hvað við sem einstaklingar getum gert til að efla okkur og bæta líðan. Farið er í skemmtilegar og árangursríkar æfingar sem hjálpa okkur við að tileinka okkur nýjar leiðir til að nálgast áskoranir í starfsumhverfi okkar og stuðla þannig að eigin vellíðan og velgengni í starfi.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Helstu fræðasvið jákvæðrar sálfræði, s.s. styrkleika, flæði, hugarfar, jákvæðar tilfinningar og samskipti.
• Núvitund og ávinning þess að tileinka sér núvitund.
• Hagnýtar raunprófaðar æfingar sem byggja á grunni núvitundar og jákvæðrar sálfræði.
• Hvernig flétta megi jákvæða sálfræði og núvitund inn í daglegt líf og starf til að efla eigin vellíðan og velgengni.

Ávinningur þinn:
• Aukin sjálfsþekking, jákvæðni og jafnaðargeð.
• Meiri starfsgleði og samskiptahæfni.
• Fleiri verkfæri í verkfæratösku daglegs lífs, þ.e. þekking á æfingum og leiðum sem þú getur nýtt þér til að auka vellíðan og velgengni.

Hámark 15 þátttakendur frá Starfsmennt.

Námskeiðið verður einnig haldið á vorönn en dagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Nánari upplýsingar 
Markmið

  • Að veita innsýn í jákvæða sálfræði og núvitund.
  • Að tileinka sér hagnýtar æfingar til að auka vellíðan og velgengni í starfi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
06.11.2017Vellíðan og velgengni í starfi16:1519:15Bryndís Jóna Jónsdóttir
08.11.2017Vellíðan og velgengni í starfi16:1519:15Sami kennari

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verkefnum. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá EHÍ hafi þeir staðist námskeiðið.Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Mánudagurinn 6. og miðvikudagurinn 8. nóvember frá klukkan 16:15 - 19:15.

Umsjón

Bryndís Jóna Jónsdóttir núvitundarkennari, MA í náms- og starfsráðgjöf og MA-diploma í jákvæðri sálfræði.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Mat

100% mæting.