Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Viðurkenndur bókari - Menntaskólinn í Kópavogi

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 21. ágúst 2017
  • klst.
  • Án kostnaðar
  • Námið er ælað þeim sem starfa eða hafa hug á starfi á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana. Eingöngu fyrir félagsmenn.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Menntaskólinn í Kópavogi býður nú upp á nám til undirbúnings fyrir próf á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til viðurkennds bókara, skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald. Kennslan fer fram í samvinnu við KPMG.

Meginviðfangsefni prófsins eru reikningshald, skattskil og upplýsingakerfi. Miðað skal við að vægi þessara efnissviða í prófinu sé í þessari sömu röð 45%, 40% og 15%.

1) Reikningshald: Tvíhliða bókhald, debet, kredit, bókhaldsreikningar, dagbók, aðalbók, undirbækur, prófjöfnuður, eignir, skuldir, eigið fé, tekjur, gjöld, afkoma, afmörkuð rekstrareining, reikningsskilatímabil, áframhaldandi rekstrarhæfi, kostnaðarverðsregla, gangvirði, innlausn tekna, jöfnunarregla, varkárnisregla, mikilvægisregla, ársreikningur, skýrsla stjórnar, skýrsla endurskoðenda, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur, sjóðstreymi, skýringar, afstemmingar, birgðamat, afskriftir, niðurfærsla krafna, útreikningur vaxta og verðbóta, endurmat eigna, óefnislegar eignir, greining ársreikninga, kennitölur, lög um bókhald, lög og reglugerð um ársreikninga (ekki fjármálagerningar og samstæðureikningsskil).

2) Skattskil: Lög um tekjuskatt og lög og reglur um virðisaukaskatt, útfylling skattframtals einstaklinga og lögaðila, skattskyldar tekjur, A, B og C tekjur, frádráttarliðir, söluhagnaður, fyrningarreglur, tekjuskattstofn, reiknaður tekjuskattur og gjaldfærður, frestaður tekjuskattur/skattinneign, uppgjör virðisaukaskatts og vörsluskatta, samskipti við RSK, kæruleiðir til yfirskattanefndar, fyrirtækjaskrá RSK, helstu félagaform (hf., ehf., sf. og slf.) og mismunandi ábyrgð hluthafa/eigenda, reglur um arðgreiðslur/úthlutun á eigin fé..

3) Upplýsingakerfi og öryggisþætti: Upplýsingakerfi og öryggisþættir, innra eftirlit, töflureiknir (excel), stofnun skráa og vinnuskjala, afritun milli skjala, skjalasnið, uppbygging á reikniformúlum, tilvísun í reiti og önnur vinnuskjöl, innbyggð föll, s.s. textaföll, leitarföll, fjármálaföll og skilyrt föll, síur (filters) og veltitöflur (pivot) aðalbók með sumif, prófjöfnuður, uppsetning ársreiknings, lánareiknir og lánatafla, fyrningartafla afstemmingarskjal tryggingagjalds og virðisaukaskatts.

Sjá nánari lýsingu hjá MK.

Markmið

  • Undirbúningur fyrir próf á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
21.08.2017Viðurkenndur bókari00:0000:00Menntaskólinn í Kópavogi
05.12.2017Viðurkenndur bókari00:0000:00

Fyrirkomulag

Námslengd: Ein önn.
Kennslutími: Mánudagar, þriðjudagar, miðvikudagar frá klukkan 16:15 til 19:15 (Athugið. Bætt verður við kennslustundum ef þurfa þykir).

Kennsluhættir: Fyrirlestrar, verklegar æfingar og dæmatímar. 

Þátttakendur mega gera ráð fyrir að þurfa að taka sér frí frá vinnu á mestu álagstímum í náminu.

Mætingaskylda er í námið.Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Menntaskólinn í Kópavogi
Digranesvegi 51
200 Kópavogi.
Námið hefst 21. ágúst 2017.

Umsjón

Atli Jóhannsson, lögg. endurskoðandi hjá PWC, Einar Ólafsson, lögg. endurskoðandi hjá KPMG og Harpa Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur á endurskoðunarsviði PWC.

Samstarfsaðilar

Menntaskólinn í Kópavogi. 

Gott að vita

Öðrum en aðildarfélögum Starfsmenntar er bent á að skrá sig hjá Menntaskólanum í Kópavogi, s. 594 4000.