Sérsniðið nám og stuttir fyrirlestrar

Heildstæð námsleið og skýr framsetning tryggir bæði starfsmönnum og stjórnendum betri sýn yfir fræðslustarf og stuðlar að markvissri starfsþróun innan stofnana. 

Við þróun náms vinnum við náið með starfsmönnum og stjórnendum og förum í ítarlega þarfagreiningu þar sem fræðsluþörf er metin í samræmi við stefnu og framtíðarsýn stofnana. Lagt er upp með að námsleiðirnar séu rauður þráður í öllu fræðslustarfi þeirra. Stofnananám getur verið frá 20 klst. upp í 240 klst., allt eftir þörfum.

Stýrihópar, skipaðir fulltrúum okkar, starfsmanna og stjórnenda ráða svo hraða, framboði og fyrirkomulagi námsins.

Farandfyrirlestrar 

Við bjóðum stofnunum einnig upp á fjöbreytt úrval stuttra fyrirlestra og námskeiða sem henta einkar vel á starfs- og fræðsludögum. 

Hér til hliðar má sjá nöfn vinsælustu efnisflokkanna. Undir hverjum flokki er svo hægt að velja um fjölda titla en námsefni er alltaf sniðið að þörfum hverrar stofnunar hverju sinni. 

 

 • Flutningur máls og myndræn framsetning
 • Framsögn og framkoma
 • Miðlun upplýsinga og þjónustulund
 • Vefmiðlar og kynningastarf
 • Að tjá sig án kvíða
 • Markviss nýting tölvupósts
 • Markviss ritun og meðferð íslensks máls
 • Vönduð ritun og íslenskt mál
 • Að vinna að framgangi hugmynda
 • Nýsköpun og frumkvæði
 • Verkefnastjórnun- vinnulag sem virkar
 • Gæðastjórnun
 • Breytingastjórnun
 • Þekkingarstjórnun
 • Þátttökustjórnun
 • Þjónustustjórnun
 • Viðburðastjórnun
 • Fundarstjórnun
 • Samningatækni
 • Viðtalstækni
 • Stjórnun í erfiðu umhverfi
 • Hugkort og rafræn skipulagning
 • Að stýra jafningjum
 • Hópefli og hóphlutverk
 • Skilvirkir vinnufundir
 • Innsýn í leiðtogafræði
 • Starfsandi og samstarfsvilji
 • Sjálfsmat og gæði samskipta
 • Jafningjasamstarf og vinna í teymum
 • Að takast á við erfiða einstaklinga
 • Að takast á við álag og streitu
 • Að takast á við breytingar
 • Samspil starfs og einkalífs
 • Félagslegur margbreytileiki og fjölþjóðlegir vinnustaðir
 • Samtalstækni og samningatækni
 • Einelti og áreitni á vinnustað
 • Að efla liðsheild
 • Vellíðan á vinnustað
 • Virk hlustun og félagsstuðningur
 • Streita og starfsþrot
 • Samskipti á (kvenna)vinnustað
 • Gott viðmót - góð þjónusta
 • Að leysa ágreining
 • Ótilhlýðileg háttsemi á vinnustað
 • Um vinnupersónuleika
 • Árangursrík framsöng og tjáning
 • Að takast á við fordóma
 • Fagorðaforði stofnana
 • Talþjálfun og orðanotkun
 • Hagnýt málfræði
 • Enska fyrir atvinnulífið
 • Lagaenska
 • Markviss ritun og meðferð íslensks máls
 • Vönduð íslenska

Vinnustaðarbundin hæfni

 • Hlutverk og regluverk stofnunar 
 • Innra net og heimasíða stofnunar
 • Starfsumhverfi og stefna stofnunar
 • Réttindi og skyldur
 • Skipurit, stjórnun og boðleiðir
 • Saga, sýn og gildi stofnunar
 • Vinnustaðarmenning
 • Námsumhverfi og jafningjafræðsla
 • Stjórnsýslulög
 • Persónuverndarlög

Fagbundin hæfni

 • Hlutverk, verksvið og ábyrgð starfs
 • Siðfræði, ábyrgð og fagmennska í starfi
 • Trúnaður og lagaumhverfi fagsins/starfsins
 • Samstarfsaðilar
 • Réttindi neytenda
 • Þjónustulund og jákvætt viðmót
 • Framþróun fagsins og framtíðarsýn
 • Matsaðferðir
 • Stjórnunarhæfni eftir sérsviðum
 • Tölfræði og gagnavinnsla
 • Fjármál og rekstur
 • Upplýsinga- og skjalastjórnun
 • Vistun og meðferð gagna /málaskráa
 • Uppsetning og gerð skýrslna- skriflegar samantektir
 • Heimildaleit og meðferð gagna
 • Upplýsingaleit á netinu
 • Móttaka og svörun erinda
 • Boðleiðir og upplýsingamiðlun
 • Skilvirkir fundir og fundargerðir

Verkbundin hæfni

 • Vinnuferlar
 • Meðferð tækja 
 • Tækniþekking og tölvufærni
 • Starfsþjálfun og handleiðsla
 • Öryggi og álag
 • Lífstíll og heilsuefling
 • Líkamsbeiting
 • Verkferlar við símsvörun og upplýsingagjöf
 • Tölvufærni
 • Kenningar í mannauðsstjórnun
 • Hvað er markviss mannauðsstjórnun?
 • Stefnumiðuð mannauðsstjórnun
 • Starfsmannastefna
 • Starfsmannaval og ráðningar
 • Starfsgreiningar / hæfnilýsingar
 • Starfsþróun og starfsánægja
 • Undirbúningur starfsmannasamtala
 • Lærdómsstofnunin
 • Stjórnunarstílar og leiðtogahæfni
 • Stjórnun og samhæfing verkferla
 • Talsmaður lærdóms
 • Meistari og nýliði
 • Stjórnun við erfið skilyrði
 • Leiðsögn og ráðgjafafærni
 • Réttindi og skyldur starfsmanna
 • Mælingar á árangri mannauðsmála

Sjálfsefling og þekking

 • Að efla sjálfstraust og öryggi
 • Að takast á við breytingar
 • Hagfræði skynseminnar
 • Hollusta og heilbrigði
 • Áföll og viðbrögð við vá
 • Að geta talað máli sínu
 • Um gagnrýna hugsun
 • Sjálfstyrking í starfi
 • Ákveðniþjálfun
 • Persónulega markmiðasetning
 • Áhugasviðsgreining
 • Gerð færnimöppu/náms- og starfsferilsskrár
 • Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun


Símenntun og vinnumarkaður

 • Námsráðgjöf og starfsval
 • Kynning á möguleikum til menntunar og námsstyrkja
 • Þróun starfa og símenntun
 • Frá orðum til athafna
 • Að hvetja til náms og efla áhuga
 • Námstækni og hæfileikinn til að læra
 • Hvatning og seigla á óvissutímum
 • Félagsleg virkni og tengslanet
 • Áhugasviðsgreining og túlkun
 • Að sækja um og fá starf
 • Námsnálgun fullorðinna