Lykilatriði breytingastjórnunar - grunnur
Brennur þú fyrir umbótum? Stendur þú frammi fyrir því að þurfa að gera breytingar en veist ekki hvar þú átt að byrja? Eða hefurðu reynt að innleiða breytingar á þínum vinnustað en lent á vegg?
Ef svo er, þá er þetta námskeið fyrir þig! Á námskeiðinu kynnast þátttakendur viðurkenndri aðferðarfræði breytingastjórnunar sem borið hefur árangur. Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að hafa öðlast hæfni til þess að innleiða breytingar á árangursríkari hátt.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Mikilvægi breytingastjórnunar.
- Helstu lykilþætti breytingastjórnunar.
- Skrefin sem þarf að taka í breytingaferlinu.
- Ávinning af árangursríkri breytingastjórnun.
Hæfniviðmið
Að öðlast skilning á mikilvægi breytingastjórnunar.
Að öðlast yfirsýn yfir skrefin sem þarf að taka í breytingaferlinu.
Að öðlast hæfni til að innleiða breytingar á árangursríkari hátt.
Að geta nýtt sér ýmis ráð, tæki og tól þegar staðið er frammi fyrir breytingum.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrur og umræður.
Helstu upplýsingar
- Tími11. febrúar 2025, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur 28. janúar, kl. 10.00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónBjörk Ben Ölversdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Mintos ehf. og Íris Dögg Kristmundsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Mintos ehf.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vilja kynnast breytingastjórnun eða dusta rykið af fyrri kunnáttu.
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting, þátttaka.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
11.02.2025 | Lykilatriði breytingastjórnunar - grunnur | 09:00 | 12:00 | Björk Ben Ölversdóttir og Íris Dögg Kristmundsdóttir |