Hagnýtar gervigreindarlausnir - lærðu að skapa virði með ChatGPT
Yfirgripsmikið námskeið þar sem lögð áhersla á að kynna fjölbreyttar leiðir til að nýta ChatGPT.
Markmið námskeiðsins er að byggja sjálfstraust og sjálfstæði þátttakenda í notkun gervigreindar og opna þar með á ný tækifæri og möguleika í starfi.
Ekki er kafað djúpt í einstök svið eins og forritun, markaðssetningu eða rannsóknir heldur er lögð áhersla á að gefa þátttakendum góða undirstöðuþekkingu og yfirsýn á möguleikum með ChatGPT í fjölbreyttum verkefnum. Markmiðið er að þátttakendur hafi nægan skilning til að geta yfirfært lærdóminn á eigin verkefni.
Dagur 1 - Grunnur og könnun möguleika:
Byrjað er frá grunni með almennri kynningu á ChatGPT, notendaviðmótinu, stillingum og helstu hugtök útskýrð. Farið er yfir takmarkanir og ókosti tólsins og útskýrt hvernig er gagnlegt að hugsa um tæknina þannig þátttakendur skilji hvernig ChatGPT er frábrugðið annarri tækni, t.d: leitarvélum, reiknivélum og þýðingartólum.
Dagur 2 - Farið dýpra í hagnýt verkefni:
Byrjað er á því að skoða notkun á snjallsímaforritinu og hvernig ChatGPT getur unnið með og búið til myndrænt efni. Síðan verður farið yfir flóknari tól fyrir greiningu og myndræna framsetningu á gögnum. Farið er yfir browsing, plugins og GPTs, sem gera notendum kleift að tengja ChatGPT við ytri þjónustur og nota eða búa til „sérfræðinga“ í ýmsum verkefnum. Einnig er farið yfir hvernig hægt er að nota ChatGPT fyrir verkefnastjórnun og stærri verkefni.
Viðtal við kennarana um námskeiðið má finna hér: Gervigreind á að vera aðgengileg og bæta samfélagið.
Hæfniviðmið
Að öðlast innsýn í gervigreindarbyltinguna.
Að öðlast grunnþekkingu á ChatGPT.
Að geta nýtt sér öll helstu tól sem þjónustan býður upp á.
Að geta notað gervigreindarlausnir til að fást við raunveruleg verkefni á áhrifaríkan hátt.
Að hafa aukinn skilning á því hvernig ChatGPT breytir heimi viðskipta og tækni.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrar, verkefni, umræður.
Nauðsynlegt er að vera með fartölvu.
Þátttakendur verða að búa sér til aðgang áður en násmkeið hefst og greiða fyrir einn mánuð af ChatGPT Plus áskrift (mánaðaráskrift kostar tæplega 3500 ISK).
Leiðbeiningar til að skrá sig á ChatGPT eru HÉR.
Námskeiðið er kennt á íslensku en krefst einnig grunnkunnáttu í ensku þar sem æfingar, flest dæmi og hluti námsefnis er flutt á ensku. Þó hægt sé að nota íslensku við ChatGPT er upplifunin best á ensku.
Helstu upplýsingar
- Tími30. október 2024, kl. 12.45 - 16.15 og 1. nóvember 2024, kl. 08.45 - 12.15. Skráningu lýkur 15. október, kl. 10.00.
- Lengd7 klst.
- UmsjónSverrir Heiðar Davíðsson og Corey Scott Harpe, verkfræðingar.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurByrjendanámskeið fyrir öll þau sem hafa áhuga á gervigreind og vilja læra að nota ChatGPT í starfi.
- Gott að vita
Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting, þátttaka.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
30.10.2024 | Hagnýtar gervigreindarlausnir - lærðu að skapa virði með ChatGPT | 12:45 | 16:15 | Sverrir Heiðar Davíðsson og Corey Scott Harpe |
01.11.2024 | Hagnýtar gervigreindarlausnir - lærðu að skapa virði með ChatGPT | 08:45 | 12:15 |