Samningatækni
Á námskeiðinu eru þátttakendur markvisst þjálfaðir til að ná aukinni færni í samningagerð,hvort sem um er að ræða formlega eða óformlega samninga. Verður m.a. farið yfir lykilþætti árangursríkrar samningatækni og kynntar leiðir til að ná fram meiri árangri í samningaviðræðum og stuðla að lausnamiðaðri nálgun við samningsaðila.
Hluti námskeiðsins felst í undirbúningi fyrir samningaviðræður. Þátttakendur læra ýmsar gagnlegar aðferðir við uppbyggingu á árangursríku samningaferli og mismunandi tækni við að mæta ólíkum samningsmönnum. Loks verður vikið að siðfræði í samnningaviðræðum.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:
- Markvissan undirbúning fyrir samningaviðræður.
- Gagnlegar aðferðir við uppbyggingu á árangursríku samningaferli.
- Tækni til að mæta ólíkum samningamönnum.
- Hvernig hægt er að ná árangri í samningaviðræðum.
Hæfniviðmið
Að auka færni í samningaviðræðum til að ná meiri árangri og byggja upp aukið sjálfstraust til að takast á við krefjandi aðstæður.
Að geta beitt skapandi hugsun við úrlausn mála.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er vefnám á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.
Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).
Ef þátttakandi er þegar skráður með aðgang hjá Opna Háskólanum í HR mun viðkomandi fá póst frá Starfsmennt til að skrá sig á námskeiðið beint hjá þeim en með greiðsluupplýsingum Starfsmenntar.
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 9. október 2024, kl. 09.00 en upphafið er valfrjálst.
- Lengd1,25 klst.
- UmsjónElmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingarfelagi
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vilja auka færni sína í samningaviðræðum og læra að beita skapandi hugsun við að hámarka virði einstakra samningaviðræðna.
- Gott að vita
Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Opna Háskólanum í HR.
- MatÁhorf
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
09.10.2024 | Samningatækni | 09:00 | 10:25 | Elmar Hallgríms Hallgrímsson |