Að temja tæknina: Að nýta gervigreind í starfi
Gervigreind er að umbylta vinnumarkaðinum og skapar ný tækifæri fyrir þá sem kunna að nýta sér hana. Ómögulegt er að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf munu skapast í framtíðinni en við getum verið viss um að ný tækifæri munu opnast.
Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í nýjustu þróun í skapandi gervigreind og hvernig nýta má tól á borð við ChatGPT og Notebook LM o.fl. til að auka skilvirkni og gæði í starfi.
Með því að tileinka sér þessa tækni geta einstaklingar:
- Einfaldað flókin verkefni og aukið skilvirkni
- Unnið úr gríðarlegu magni upplýsinga á stuttum tíma
- Nýtt tækni og tölvulausnir sem áður voru utan þeirra þekkingarsviðs
- Aukið verðmæti sitt sem starfskraftar
- Tekist á við fjölbreyttari og krefjandi verkefni
- Haldið á ókannaðar slóðir sköpunar sem nær eingöngu er takmarkað af hugmyndaflugi þátttakandans.
Hæfniviðmið
Að skilja grunnhugtök tengd gervigreind.
Að geta valið og nýtt fjölbreytt gervigreindartól á árangursríkan hátt í starfi og víðar.
Að þekkja takmarkanir og siðferðileg álitamál tengd gervigreind.
Að kynnast siðferðilegum álitamálum tengdum gervigreind.
Að þekkja hvernig á að forðast mistök eða rangfærslur við notkun tækninnar.
Að þekkja leiðir til að tryggja öryggi og trúnað við notkun gervigreindar í starfi.
Fyrirkomulag
Tveir tveggja tíma Zoom-fundir og aðgengi að Canvas fyrir námsefni, leiðbeiningar og verkefni.
Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu á tölvum og aðgang að nettengdri tölvu með myndavél og hljóðnema.
Þátttakendur þurfa að hafa áskrift að OpenAI ChatGPT sem er ekki innifalin í námskeiðskostnaði.
Hægt er að nýta önnur verkfæri en námsefni er sniðið að GPT, þannig að það er alveg hægt að nýta aðrar lausnir.
Mánudaginn 17. febrúar fá þátttakendur senda könnun sem þeir svara nafnlaust, markmið með henni er að greina hópinn og stilla námsefni að hópnum.
Fyrri hluti: Fimmtudagur 20. febrúar 2025 kl. 20.00–22.00
- Kynning á grunnatriðum gervigreindar með áherslu á mállíkön (LLMs).
- Hagnýt kynning á tólum eins og ChatGPT, MidJourney, Suno og Notebook LM.
- Verkefni og fræðsla í gegn um Canvas.
Seinni hluti: Fimmtudagur 27. febrúar 2025 kl. 20.00–22.00
- Tækifæri og áskoranir við notkun gervigreindar í starfi.
- Sérhæfðari verkfæri og aðferðir.
- Umræður um siðferðileg álitamál og ábyrg notkun.
Helstu upplýsingar
- Tími2 skipti: 20. og 27. febrúar 2025 kl. 20.00 - 22.00. Skráningu lýkur 10. febrúar kl. 10.00.
- Lengd4 klst.
- UmsjónMagnús Smári Smárason, gervigreindar sérfræðingur
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Zoom
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vilja ná grunnþekkingu á gervigreind og geta nýtt sér gervigreindartól á árangursríkan hátt í starfi og víðar
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Símenntun Háskóla Akureyrar.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
20.02.2025 | Að temja tæknina: Að nýta gervigreind í starfi | 20:00 | 22:00 | Magnús Smári Smárason |
27.02.2025 | Að temja tæknina: Að nýta gervigreind í starfi, dagur 2 | 20:00 | 22:00 |