Sýslumenn | Sáttamiðlun
Sáttamiðlun er meðal annars notuð við lausn ágreinings sem upp kemur í daglegu lífi, hvort sem er í viðskiptum, innan fyrirtækja eða fjölskyldna. Í sáttamiðlun er leitast við að aðilar máls komi með beinum hætti að lausn ágreiningsmála í stað þess að þriðji aðili ákveði niðurstöðuna.
Fræðslan er aðlöguð að starfsumhverfi sýslumanna. Farið verður yfir hugmyndafræði og ferli sáttamiðlunar og þær kröfur sem gerðar eru til sáttamiðlara í störfum sínum. Þá verður litið til þeirra aðferða sem hægt er að beita til að bæta samskipti á milli deiluaðila sem og árangursríkar aðferðir við upplýsingaöflun.
Hæfniviðmið
Að auka færni sína í mannlegum samskiptum
Að öðlast hæfni til að greina raunverulega ástæðu deilumála
Að geta beitt virkri hlustun við úrlausn ágreiningsefna
Að geta beitt spurningatækni til að öðlast skilning á eðli ágreinings
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.
Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 21. febrúar, kl. 8.30-10.30. Skráningu lýkur 20. febrúar kl. 12
- Lengd2 klst.
- UmsjónElmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingafélagi.
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk hjá embættum sýslumanna
- MatMæting
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
21.02.2024 | Sáttamiðlun | 08:30 | 10:30 | Elmar Hallgríms Hallgrímsson |