Dómstólasýslan | Hugarkort
Á þessu námskeiði lærir þú aðferðafræði hugarkorta og hvernig er best að setja þau upp.
Hugarkort eru öflugt verkfæri sem hægt er að nota til að auka færni í starfi og námi. Þau gefa nýja leið til að greina og meta einföld sem flókin viðfangsefni bæði til að þróa nýjar hugmyndir, festa efni betur í minni og auka skilning á viðfangsefninu. Með hugarkortum er hægt að skipuleggja hugsun og þekkingu á hagnýtan, skemmtilegan og árangursríkan hátt. Hugarkort eru einnig mikið notuð sem glósutækni og í dag er gerð þeirra kennd við marga háskóla til stuðnings við lærdóm og sköpun.
Þú lærir að gera hugarkort og leysir hagnýt verkefni. Þú kynnist forritinu XMind sem er frír hugbúnaður fyrir hugarkortagerð.
Hæfniviðmið
Að efla færni í notkun hugarkorta.
Að auka þekkingu á möguleikum hugarkorta.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 16. apríl 2025 en upphafið er valfrjálst.
- Lengd12 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk dómstólanna
- Gott að vita
Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiðir fyrir aðra.
- MatVerkefnaskil
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
16.04.2025 | Að geta nýtt sér aðferðarfræði hugarkorta í námi og starfi. | 23:59 | 23:59 | Bjartmar Þór Hulduson |