Trúnaðarmenn Sameykis | Geðheilbrigðir trúnaðarmenn - Vinnustofa

Með vinnustofunni Geðheilbrigðir trúnaðarmenn er markmiðið að byggja upp færni og sjálfstraust meðal trúnaðarmanna til að taka þátt í innihaldsríkum samtölum um geðheilbrigði á vinnustað sínum. Áhersla  er lögð á þátt þátttakenda í að stuðla að opinskárri umræðu um geðheilbrigði á vinnustaðnum og gera þau fær í að hvetja til umræðna sem einkennast af samkennd og skilningi. 

Þátttakendur á vinnustofu munu öðlast innsýn í einkenni og birtingarmyndir geðvanda, öðlast færni til að bera kennsl á, bregðast við á viðeigandi hátt með forvarnir að leiðarljósi og hlúa að eigin geðheilbrigði og þeirra sem í kringum þau eru.

Í samræmi við  leiðbeinandi viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um geðheilbrigði á vinnustað (2022), tekur vinnustofan á gagnreyndum leiðbeiningum stofnunarinnar til að efla geðheilbrigði, auka forvarnir og stuðla að velmegun þess starfsfólks sem stendur frammi fyrir geðheilbrigðisáskorunum á vinnustað sjá hér.  

Hæfniviðmið

Að fræðast um geðheilbrigði og andleg veikindi.

Að ræða og skoða persónuleg og kerfislæg viðhorf, mýtur og tungutak sem tengjast geðheilbrigði á vinnustað

Að þekkja og geta borið kennsl á merki um neikvæða geðheilsu og streitu á vinnustað

Að geta tekist á við sameiginlega og samfélagslega ábyrgð í hlutverki trúnaðarmanna í geðheilbrigði á vinnustað

Að huga að hlutverki trúnaðarmanna við að hlúa á uppbyggilegan hátt að geðheilsu samhliða hlutverki sínu sem trúnaðarmenn

Að geta greint og læri að nýta sér nauðsynlega færni fyrir samtöl um líðan og geðheilbrigði við samstarfsfólk

Að þekkja til og skilji úrræði til stuðnings og inngripa fyrir starfsfólk

Fyrirkomulag

Vinnustofa

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. janúar kl. 9.00-12.00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Mental ráðgjörf ehf
  • Staðsetning
    Grettisgata 89, 1.hæð, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir hjá Sameyki og Sólborg Alda Pétursdóttir hjá Starfsmennt

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.01.2025Geðheilbrigðir trúnaðarmenn - Vinnustofa09:0012:00Helena Jónsdóttir