Meðferð skjala og skjalavistun
Fjallað er um lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi ásamt tilganginum með skjalavörslu og skjalastjórn.
Farið er yfir hvað skjal og skjalaflokkur er og hvernig er farið með skjöl í nútímanum og í frágangi til langtímavarðveislu.
Bæði er farið yfir skjöl á pappír og skjöl sem haldin eru með rafrænum hætti.
Hæfniviðmið
Að hafa þekkingu á því hvaða lög og reglur eru í gildi varðandi skjalavörslu og skjalastjórn hjá hinu opinbera og hvernig meðferð skjala og upplýsinga rúmast innan þess ramma
Að hafa skilning á því hvernig meðferð skjalanna tengist því hvernig hægt er að endurheimta skjölin hvort sem þau eru 5 daga gömul eða 50 ára
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími19. mars 2025 kl. 9.00-12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd3 klst.
- UmsjónÁrni Jóhannsson, skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð19.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞau sem koma að skjalamálum.
- Gott að vita
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
19.03.2025 | Meðferð skjala og skjalavistun | 09:00 | 12:00 | Árni Jóhannsson |