Grænt-Vænt og Vegan með Ylfu

Námskeiðið snýr í grunninn að grænmetiseldamennsku og öllum þeim möguleikum sem slík fæða býður upp á. Megináhersla verður lögð á hollustu, innblástur og næringargildi - og samsetningu réttanna. Einnig verður farið yfir framsetningu og auðveldar leiðir til að gera réttina spennandi og girnilega. Meðal þess sem verður farið yfir eru uppskriftir og góð ráð fyrir veganrétti, grænmetisrétti, sósur, ídýfur, grauta, brauð, kex og eftirrétti.  

Í fræðsluhluta námskeiðsins er fjallað um helstu þætti grænmetismatreiðslu, þar á meðal hvað ber að varast, umræða um næringargildi ýmissa hráefna, mismunandi tegundir „gervikjöts“, samantekt um ofurfæði og lausnir þegar elda þarf fyrir ýmiss konar sniðgöngumatarræði til dæmis vegna ofnæmis.

Hæfniviðmið

Að þekkja þá möguleika sem grænmetiseldamennska býður upp á

Að geta gert grein fyrir næringargildi rétta

Að þekkja ofurfæði og lausnir fyrir fólk með ofnæmi eða óþol

Að geta sett saman rétti og borið fram á girnilegan og spennandi hátt

Fyrirkomulag

Að lokinni kynningu fá þátttakendur að taka sjálfir þátt í gerð ýmissa rétti undir handleiðslu kennara. Áhersla er lögð á að kynnast hráefninu, læra réttar eldunaraðferðir og jafnframt hvernig best sé að bera réttina fram. Í lok námskeiðisins verður sest niður, bragðað á afrakstri dagsins og spjallað saman.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    6. mars 2024, kl. 16.30 - 21.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    4,5 klst.
  • Umsjón
    Ylfa Helgadóttir, matreiðslumeistari
  • Staðsetning
    Stórhöfði 31, 110 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk í mötuneytum, matráðar og matreiðslumenn
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Iðan fræðslusetur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.03.2024Grænt-Vænt og Vegan með Ylfu16:3021:00Ylfa Helgadóttir