Skatturinn | Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook

Láttu ekki Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Í þessu námskeiði lærum við að nota Outlook sem tímastjórnunartæki.
 
Við skoðum hvernig pósta við eigum ekki að senda frá vinnunetfangi og hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni. Við lærum hagnýtar leiðir í Outlook sem eru hannaðar til að hjálpa okkur að ná stjórn á vinnudeginum. Við lærum hvaða stillingum við getum breytt í Outlook til þess að taka stjórnina í okkar hendur.  Við skoðum hvernig Outlook talar við önnur forrit eins og t.d OneNote og Teams og hvernig við nýtum þau með Outlook.
 
Fyrir hverja?
Fyrir alla sem vilja læra hvernig Outlook getur hjálpað okkur að ná stjórn á vinnudeginum.

Hæfniviðmið

Að geta nýtt sér Outlook til tímastjórnunar

Að átta sig á hvernig Outlook getur tengst öðrum Microsoft forritum

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Námskeiðið verður tekið upp og upptakan sett að námskeiði loknu undir "mínar síður" á heimasíðu Starfsmenntar fyrir skráða þátttakendur. Hún verður aðgengileg í viku.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    15. janúar 2025 kl. 8.30-10.30. Skráningu lýkur 13. janúar
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Hermann Jónsson
  • Staðsetning
    Teams
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk hjá Skattinum
  • Gott að vita
    Námskeiðið stendur starfsmönnum Skattsins til boða án kostnaðar og skerðir ekki einstaklingsrétt.
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.01.2025Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook08:3010:30Hermann Jónsson