Ógnir internetsins - veffyrirlestur kl.9:00-10:00

Láttu ekki hakka þig!

Stöðugar fréttir berast af fyrirtækjum og einstaklingum sem lenda í því að tölvukerfi og samfélagsmiðlar þeirra eru hakkaðir. Hvað þýðir það? Hvernig gerist það eiginlega? Hvernig er hægt að verjast þessum ógnum? Geta allir lent í svikum og prettum á netinu?

Í samfélagi þar sem tölvur og netið eru að verða sífellt stærri partur af lífi fólks skiptir miklu máli að geta varið sig gegn svikum og prettum af ýmsu tagi. Í erindi sínu  ætlar Valdimar að fjalla almennt um hvernig hakkarar vinna, hvernig hægt er að vera á varðbergi og hvaða tól við getum notað til að auka stafrænt öryggi okkar.  

Valdimar Óskarsson er framkvæmdastjóri Syndis, netöryggisfyrirtæki sem hefur það að markmiði að gera fyrirtæki og stofnanir betur meðvitaðar um netöryggi með því að gefa innsýn í hvernig hakkarar standa að netárásum. Hann starfaði erlendis í 15 ár, síðustu árin sem öryggisstjóri hjá alþjóðlegum fyrirtækjum en allan tímann var starfið tengt upplýsingaöryggi. Valdimar er með MSc. í upplýsingaöryggi. 

Erindið er hluti af fyrirlestraröð um almenna stafræna hæfni í tilefni af 20 ára afmæli Starfsmenntar.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudaginn 24. nóv. kl. 9:00 - 10:00
  • Lengd
    1 klst.
  • Staðsetning
    Veffyrirlestur
  • Tegund
    Viðtal
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Fyrirlesturinn er öllum aðgengilegur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
24.11.202109:0010:00Valdimar Óskarsson frkv.stj. Syndis