SSH | Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir - Tjáning og tölvur
Við getum notað ótal aðferðir við að gefa öðru fólki til kynna fyrirætlanir okkar, hvernig okkur líður, tilfinningar okkar, óskir og hugsanir. Við notum orð en líka ýmis konar önnur tákn eða merki, látbragð, svipbrigði eða hljóð. Þegar einstaklingur með fötlun hefur ekki vald á hefðbundu máli tölum við um þessa þætti sem óhefðbundin tjáskipti. Á þessu námskeiði verður farið yfir þessi efnsistök:
- Umfang/svið tjáskipta
- Skilgreining á tjáskiptum
- Mikilvægi tjáskipta
- Ábyrgð, hlutverk og mikilvægi starfsmanna/aðstandanda/samskiptaaðila
- Hátækni og lágtækni
- Tobii tölvur (tjáskiptatölvur)
- MS Surface tölvur (windows spjaldtölvur sem tjáskiptatæki)
- Grid 3 (tilbúnar sérhæfðar tjáskiptatölvur, leikir, símakerfi, umhverfisstjórnun ofl.)
- Communicator 5 (tjáskiptaforrit með auka smartforritum)
- TD Snap (tjáskiptaforrit)
- Boardmaker (forrit til tjáskipta)
- Blisstungumálið (alþjóðlegt háþróað tungumál)
- Upplýsingaöflun/heimasíður varðandi óhefðbundnar tjáskiptaleiðir
Hæfniviðmið
Að geta gert grein fyrir umfangi/sviðum óhefðbundinna tjáskipta.
Að þekkja skilgreiningar á tjáskiptum.
Að þekkja til mismunandi tjáskiptaforrita.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og tækniprófun.Helstu upplýsingar
- Tími24. apríl 2024, kl. 13.00 - 16.00
- Lengd3 klst.
- UmsjónHalla Harpa Stefánsdóttir
- StaðsetningHúsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Andrastöðum á Kjalarnesi.
- Gott að vitaNámskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Andrastöðum á Kjalarnesi).
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
24.04.2024 | Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir (tjáning án orða/talmáls) | 13:00 | 16:00 | Halla Harpa Stefánsdóttir |