Eigin styrkleikar og árangur í teymisvinnu

Að þátttakendur kynnist enn betur eigin styrkleikum og að bera kennsl á styrkleika annarra. Slík þekking nýtist vel í teymisvinnu.

Farið er vel yfir hvernig nýta má eigin styrleika betur í starfi og einkalífi og þátttakendur búa til áætlun um að blómstra í komandi verkefnum út frá eigin styrkleikum.

Þátttakendur taka styrkleikapróf og kynnast hugmyndafræði VIA Strenght prófs Dr. Martins Seligmans og Cristhophers Petterson.

Þátttakendur munu uppgötva sína eigin styrkleika, læra hvernig á að beita þeim markvisst og hvernig styrkleikamiðuð nálgun getur aukið vellíðan, sjálfstraust og árangur í daglegu lífi.

Efnistök:

  • Styrkleikar, hvað er það og hvernig má nota þá betur
  • VIA Character strengths, uppruni og þróun
  • Kynnumst 24 styrkleikum prófsins
  • Rannsóknir sem tengjast styrkleikanálgun og áhrifum á lífsgæði
  • Þátttakendur taka VIA Character Strengths (á íslensku eða ensku) og greina sína styrkleika og hvernig þeir birtast í daglegu lífi og hvernig má efla þá
  • Nýting styrkleika í samstarfi (fyrir vinnuteymi), bera kennsl á styrkleika annarra og hvernig þeir geta bætt samvinnu og lausnamiðaða hugsun

Hæfniviðmið

Að öðlast dýpri skilning á eigin styrkleikum.

Að geta nýtt styrkleika til að leysa vandamál og ná markmiðum.

Að öðlast aukna vitund um hvernig styrkleikar geta stuðlað að betri líðan og bætt samskipti.

Að kynnast verkfærum sem nýtast teymi til að ná enn auknum árangri, bættum samskiptum og betri líðan.

Fyrirkomulag

Vinnustofa, tvær klukkustundir, tvö skipti í beinu streymi á Teams. Fræðsla, umræður, verkefni. Einstaklings og hópverkefni. Opnar umræður um reynslu þátttakenda og hvernig þeir vilja nýta styrkleikana áfram. 

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Tvö skipti: 27. febrúar og 6. mars 2025, kl. 10.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Hrefna Guðmundsdóttir, MA Vinnu- og félagssálfræði
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    13.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir einstaklinga sem vilja auka sjálfsskilning, styrkja eiginleika sína og bæta vellíðan, hvort sem er í persónulegu lífi eða starfi og einnig fyrir teymi.
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
27.02.2025Eigin styrkleikar og árangur í teymisvinnu10:0012:00Hrefna Guðmundsdóttir
06.03.202510:0012:00Hrefna Guðmundsdóttir