Stoppa tímann eða vera með? - staðnám
- Vinnumarkaðurinn, vellíðan, seigla og setja mörk
Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum árum en hraði þeirra er nú enn meiri en áður. Nútímasamfélag krefst þess að við séum vel að okkur í upplýsingatækni og þróun en á sama tíma eigum við að hlúa að eigin andlegri heilsu.
Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig vinnumarkaðurinn er að breytast og hvernig sé best að undirbúa sig og taka á móti þessum hröðu breytingum. Farið verður í atriði sem vinnusálfræði hefur fram að færa varðandi nútímann og breytingar á vinnumarkaðnum. Nú reynir meira á svokallaða „mjúka“ færni en áður, það reynir á sveigjanleika, seiglu og lausnamiðaða hugsun. Einnig verða skoðaðar leiðir til að efla sjálfsþekkingu, setja mörk og þekkja hvað nærir okkur.
Hæfniviðmið
Að geta gert grein fyrir helstu breytingum á vinnumarkaðnum
Að geta tekist á við breytingar af meira öryggi en áður
Að geta notað lausnamiðaða hugsun til að takast á við breytingar á eigin vinnustað
Að þekkja betur eigin seiglu og leiðir til að efla hana
Að efla eigin sjálfsþekkingu og hvaða verkfæri við höfum í eigin verkfærakistu
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni.
Helstu upplýsingar
- Tími20. nóvember 2024, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd3 klst.
- UmsjónHrefna Guðmundsdóttir, MA Vinnu- og félagssálfræði
- StaðsetningFræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50 b, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- Verð19.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vilja efla sveigjanleika, seiglu og lausnamiðaða hugsun til að takast á við breytingar í lífi og starfi.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
20.11.2024 | Stoppa tímann eða vera með? | 09:00 | 12:00 | Hrefna Guðmundsdóttir |