Almennt tölvunám

Á þessu námskeiði lærirðu grunnhandtökin í tölvunotkun

Þú lærir um Windows stýrikerfið, viðmót þess og virkni. Þú vinnur með möppur, skrár og skipulag og færð leiðbeiningar um hvernig er best að stilla viðmót tölvunnar fyrir þig.

Þú lærir hvernig er hægt að nota Word til þess að leysa fjölbreytt verkefni, helstu skipanir í forritinu og verkfæri. Þú lærir grunnatriði í útlitsmótun og uppsetningu texta og kynnist prentun. Þú vinnur með myndefni og aðlagar það að texta, vinnur með töflur, inndrátt og sniðmát.

Þú kynnist grunnverkfærum Excel og notendaviðmótum þess. Ferð yfir grunninn í uppsetningu formúla, t.d. summu, frádrátt, margföldun og deilingu. Þú lærir að stilla vísanir í reiti og skjöl ásamt útlitsmótun gagna. Þú lærir að móta texta, töflur og myndrit í Excel, uppsetningu á haus og fæti og hvernig er best að prenta skjöl.

Þú kynnist grundvallarhugtökum í upplýsingatækni og tölvunotkun. Fræðist um upplýsingasamfélagið og hverju þú þarft að huga að áður en þú kaupir tölvu, hvernig þú verndar gögnin þín og hvaða vinnustellingar eru bestar við tölvu.

Hæfniviðmið

Að geta unnið með helstu tölvuforrit, eins og Word og Excel.

Að geta sýnt fram á þekkingu á internetinu, tölvupósti og upplýsingatækni.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 10. október 2024 en upphafið er valfrjálst.
  • Lengd
    60 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    79.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið hentar öllum sem hafa litla reynslu en vilja efla þekkingu sína á rafrænu umhverfi.
  • Gott að vita
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
10.10.2024Almennt tölvunám - grunnur10:0010:00Bjartmar Þór Hulduson