Fangelsismálastofnun | Ræddu við ráðgjafann
Ráðgjafi Starfsmenntar hjálpar þér að koma auga á styrkleika og sóknarfæri í þinni starfsþróun. Ráðgjöfin getur nýst sem undirbúningur fyrir komandi starfsmannasamtöl.
Hægt er að ræða við ráðgjafa í síma, í ráðgjafarými Starfsmenntar eða á fjarfundi á Teams. Dagur og tími er að eigin vali í samráði við ráðgjafa.
Meginmarkmið ráðgjafarinnar er að efla vitund einstaklinga um styrkleika sína, viðhorf og áhuga svo þeir geti betur notið sín í lífi og starfi.
Ráðgjafi getur meðal annars aðstoðað þig við að:
- finna leiðir til að styrkja þig og þróa í starfi
- kortleggja áhugasvið þín og tengja þau við nám, námskeið og/eða störf
- vega og meta hin ýmsu störf og starfssvið
- finna áhugavert tómstundastarf
Þá stendur til boða að taka áhugasviðskönnun sem getur hjálpað einstaklingum að greina og kynnast áhugasviði sínu en sjálfsþekkingin þaðan getur komið að gagni í námi, starfi og tómstundum.
Fyrirkomulag
Viðtölin fara fram á skrifstofu Starfsmenntar, Skipholti 50b, eða í gegnum fjarfund á Teams. Skráðu þig í viðtal hér á skráningarsíðunni og í framhaldinu höfum við samband og finnum heppilegan tíma fyrir viðtalið.
Helstu upplýsingar
- TímiAð eigin vali í samráði við ráðgjafa
- Lengd1 klst.
- UmsjónIngibjörg Hanna Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi
- StaðsetningFræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b, 105 Reykjavík, (3. hæð). Bæði er boðið upp á staðbundin viðtöl og í fjarfundi.
- TegundViðtal
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk Fangelsismálastofnunar sem er félagsfólk aðildarfélaga BSRB
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttiringibjorg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
29.02.2024 | Viðtal við náms- og starfsráðgjafa Starfsmenntar. | 23:00 | 23:00 | Ingibjörg Hanna Björnsdóttir |