Gervigreind fyrir venjulegt fólk

Vilt þú læra að skrifa skipanir fyrir ChatGPT sem skila árangri? Finnst þér þú stundum þurfa hjálp við að móta hugmyndir og leysa sköpunargáfuna úr læðingi? Viltu hætta að eyða tíma í verkefni sem þú gætir látið tölvuna sjá um?

Á þessu þriggja tíma námskeiði lærir þú að skrifa áhrifaríkar skipanir fyrir ChatGPT og spara með því dýrmætan tíma. Kenndar verða aðferðir við að móta skipanir á þann hátt að ChatGPT skili nákvæmlega því sem þú vilt að það skili, það sem kallast á ensku prompt engineering.

Hæfniviðmið

Að geta geta skrifað áhrifaríkar og skilvirkar skipanir í ChatGPT

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og æfingar í tíma. Mikilvægt er að nemendur hafi keypt sér aðgang að ChatGPT 4 áður en námskeiðið hefst.

Ef þátttakandi er þegar skráður með aðgang hjá Opna Háskólanum í HR mun viðkomandi fá póst frá Starfsmennt um að skrá sig á námskeiðið beint hjá þeim en með greiðsluupplýsingum Starfsmenntar.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    14. febrúar 2025, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Grímur Sæmundsson, BI Ráðgjafi
  • Staðsetning
    Opni Háskólinn HR, Menntavegi 1, 102 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað hinum almenna notanda og er grunnnámskeið þar sem aðal áherslan er á að móta skipanir fyrir ChatGPT.
  • Gott að vita

    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Opna háskólanum í Reykjavík.

    ATH. Sæti á námskeiðið er aðeins tryggt þegar staðfesting hefur borist frá Opna háskólanum.

  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
14.02.2025Gervigreind fyrir venjulegt fólk09:0012:00Grímur Sæmundsson