Skynjun og skynúrvinnsla - leiðir að betri líðan notenda öldrunarþjónustu

Fáðu innsýn í virkni skynfæranna og leiðir til að nota skynjun og skynörvun til að stuðla að betri líðan og meiri lífsgæðum íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila og dvalargesta í dagdvölum og dagþjálfunum.

Á námskeiðinu er fjallað um ferli skynjunar og skynúrvinnslu. Kynntar eru og prófaðar leiðir sem fela í sér skynörvun - eða dempun, til að bæta líðan og lífsgæði notenda öldrunarþjónustu.

Rætt er um hvaða áskoranir eru til staðar í daglegu starfi í þjónustuumhverfinu, bæði efnislegar og óáþreifanlegar og hvernig er hægt að nota jákvæðar samskiptaleiðir til að draga úr hættu á árekstrum og hegðun sem veldur áhyggjum (behaviour of concern).

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Skynjun.
  • Skynörvun.
  • Samskiptaleiðir í anda persónumiðaðrar hugmyndafræði.

Hæfniviðmið

Að auka skilning og þekkingu á mikilvægi skynjunar og skynúrvinnslu.

Að fá nýjar hugmyndir - eða aukið þor til að láta reyna á hugmyndir sem hafa legið í dvala.

Að hafa vettvang til að ræða áskoranir í daglegu starfi, fá hugmyndir eða deila lausnum sem hafa virkað vel.

Að hafa jákvæða persónuvinnu að leiðarljósi í starfi.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Þátttakendur leggja mat á eigin starfsvettvang út frá matsblöðum sem byggja á hugmyndafræði persónumiðaðrar þjónustu.

Ekki er gerð krafa um ákveðna menntun eða starfsreynslu en eitthvað verður um fræðilega umfjöllun, þó fyrst og fremst sem bakgrunn að hagnýtri umfjöllun.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    23. og 30. október 2024, kl. 13.00 - 16.00. Skráningu lýkur 8. október kl. 10.00.
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi með viðbótarmenntun í opinberri stjórnsýslu, félagsfræði og öldrunarþjónustu.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimila og dagdvala/dagþjálfana. Aðstandendur aldraðra sem langar að leita nýrra leiða í samskiptum og samveru eru einnig velkomnir.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
23.10.2024Skynjun og skynúrvinnsla - leiðir að betri líðan notenda öldrunarþjónustu13:0016:00Berglind Indriðadóttir
30.10.2024Skynjun og skynúrvinnsla - leiðir að betri líðan notenda öldrunarþjónustu13:0016:00