Virkjum stressið og nýtum kraftinn

Nýjustu streiturannsóknir sýna að við höfum stórlega vanmetið þau miklu jákvæðu áhrif sem streita getur haft á okkur.

Í metsölubókinni The Upside of Stress eftir heilsusálfræðinginn PhD Kelly McGonigal við Stanford háskóla eru teknar saman fjölmargar rannsóknir sem varpa ljósi á eðli streitu og hvernig hægt er að virkja hana til góðra verka. 

Það hvernig við hugsum skiptir mestu því kraftur hugans er mikill. Sem dæmi þá eru þeir sem trúa því að streita sé slæm líklegir til að upplifa neikvæðar afleiðingar af þessu kröftuga viðbragði. Þeir sem aftur á móti hafa tilgang í lífinu, hugsa um aðra og trúa því að streita sé góð eru í næstum engri hættu á streitutengdum vandamálum, jafnvel þó að aðstæður þeirra séu mjög streituvekjandi.  Ekki nóg með það heldur styrkist hjarta- og æðakerfið, heilinn þroskast hraðar, góðmennska eykst og samvinna og frammistaða batnar.

Hugurinn hefur áhrif á líkamann og með einföldum hugarfarsaðferðum er hægt að virkja streituviðbragðið til stórra verka enda viðbragðið með eindæmum aflmikið.

Í þessum magnaða fyrirlestri verður sagt frá næstum því ótrúlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið og þar koma m.a. fram systkinin kortisól, oxýtosín, serótonín, adrenalín og útlenskur frænda þeirra DHEA. Nágranninn Ghrelin hungurhormónið kemur einnig við sögu.

Hæfniviðmið

Að þekkja til jákvæðra áhrifa streitu

Að geta beitt einföldum hugarfarsaðferðum til góðra verka

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    10. apríl 2025 kl. 13.00-14.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    6.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem hafa áhuga á að líta streitu jákvæðum augum
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
10.04.2025Virkjum stressið og nýtum kraftinn13:0014:00Eyþór Eðvarðsson