Vísdómur - Rafrænar undirskriftir - hvað er nú það? - einnig fjarkennt

Rafrænar undirskriftir eru forsenda þess að rafræn skjöl nái útbreiðslu en rafrænar undirskriftir er ein af þeim tegundum traustþjónustu sem eIDAS reglugerðin fjallar um. eIDAS, reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum er næsta kynslóð Evrópulöggjafar á sviði rafrænna undirskrifta.

Farið verður yfir efni reglugerðarinnar og hvaða áhrif hún mun hafa á dómsmál, fjallað um rafrænar undirskriftir, rafræn skjöl og réttaráhrif þessara nýju tæknilegu gagna.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    18. október frá kl. 11:30-13:00
  • Lengd
    1,5 klst.
  • Umsjón
    Elfur Logadóttir, lögfræðingur hjá ERA.
  • Staðsetning
    Í fundarsal dómstólasýslunnar, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn Héraðsdómstólanna
  • Gott að vita
    Þeir sem eru staðsettir út á landi geta tengst fjarfundabúnaði.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
18.10.2018Rafrænar undirskirftir - hvað er nú það?11:3013:00Elfur Logadóttir